18.10.2009 | 02:10
Utanþingsstjórn, þó fyrr hefði verið
Ef þessar fréttir eru réttar (ég trúi ekki öllu sem Mogginn segir) þá er tími ríkisstjórnarinnar á þrotum. Miklar væntingar voru bundnar við þessa stjórn og því eru vonbrigðin að sama skapi mjög mikil. Hvar eru aðgerðir til bjargar skuldugum heimilum? Hvar er stjórnlagaþingið? Hvar er gagnsæið í stjórnsýslunni? Hvar er réttlætið? Hvar er framtíðarsýn þessa fólks?
Að vísu vil ég hrósa umhverfisráðherranum fyrir að sýna kjark og standa undir nafni. Því miður er ekki það sama hægt að segja um aðra ráðherra.
Nú kemur líklega til kasta Alþingis enn eina ferðina en ef þessi ríkisstjórn fellur í kjölfarið þá mun ég ekki syrgja hana. Það þýðir þó ekkert að bjóða upp á annan kokteil með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn. Utanþingsstjórn er það eina sem fólk gæti mögulega sætt sig við og þó fyrr hefði verið!
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)