9.1.2009 | 00:12
Leikhús fáránleikans
Ţetta var mjög sérstakur fundur og einstakur. Grímuklćddur mótmćlandi og lögreglustjóri sitjandi hliđ viđ hliđ í gömlu leikhúsi, jólasveinn sem setti allt úr skorđum og fundarstjóri sem missti stjórn á skapi sínu. Raunveruleikinn er stundum fáránlegri en nokkur leiksýning. Sem betur fer hélt fundurinn áfram eftir dramatískt augnablik ţar sem ţó nokkrir gestir (ţ.á.m. ég) ruku á dyr. Gunnar má vara sig ađ láta ekki skapiđ hlaupa međ sig svona í gönur.
Ég spurđi Stefán út í ný lög Björns Bjarnasonar um breytingar á hegningarlögum, sjá ágćtan pistil um ţau hér. Ekki vildi hann meina ađ neitt af ţví sem ég nefndi (auknar heimildir til valdbeitingar og forvirkar rannsóknaheimildir) hefđi breyst frá fyrri lögum. Mig grunar ađ ţađ sé ekki alls kostar rétt hjá honum og býst viđ ađ Ríkislögreglustjóri muni nýta sér ţessar forvirku heimildir mikiđ á nćstunni.
Björn Bjarnason lét ekki sjá sig frekar en fyrri daginn og hefur nú ítrekađ sýnt ađ hann er hugleysingi og raggeit. Eva Hauksdóttir átti rćđu kvöldsins og las lögreglunni pistilinn á áhrifaríkan hátt.
Annars tek ég undir ţađ sem nefnt var oftar en einu sinni á ţessum fundi, ţađ verđa allir ađ standa saman í ţví ađ koma spillingaröflunum frá. Látum ekki Ástţór Magnússon, Klemenzbrćđur eđa ađrar bullur trufla okkur.
![]() |
Fundi lokiđ í sátt og samlyndi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)