30.1.2009 | 18:10
Utanþingsstjórn strax!!!
Það verður að skipa utanþingsstjórn! Eina skynsamlega leiðin er að gefa öllum þessum stjórnmálaflokkum frí svo að þeir geti endurnýjað stefnu sína, frambjóðendur og forystu áður en hægt er að kjósa á ný.
Vandamálið er að það hefur myndast hyldýpisgjá á milli kjósenda og stjórnmálamanna. Núna er skynsamlegast að forsetinn manni ríkisstjórn utan þings með nokkrum virtum sérfræðingum. Þegar hafa Gylfi Magnússon og Björg Thorarensen gefið grænt ljós svo að það þarf ekki nema hugsanlega 3-4 í viðbót.
Ég kem með eftirfarandi tillögu fyrir forsetann, svipaða og ég hef áður sagt:
Páll Skúlason eða Vigdís Finnbogadóttir - forsæti
Þorvaldur Gylfason - Lilja Mósesdóttir - Björg Thorarensen - Gylfi Magnússon - Ómar Ragnarsson.
Svo við ég ráða Robert Wade í stöðu seðlabankastjóra eða ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og annað hvort Vilhjálm Bjarnason eða Indriða H. Þorláksson til að passa upp á Fjármálaeftirlitið.
Bara drífa í þessu!!!
![]() |
Ný ríkisstjórn eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2009 | 14:06
Gamli sáttmáli?
Steingrímur segir m.a. að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé hörð á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin við vanda Íslendinga.
Ég velti því fyrir mér hvort að hinn orðhvati formaður VG sé farinn að dusta rykið af Gamla sáttmála. Mér er vissulega mjög hlýtt til frænda okkar í Noregi en man ekki betur en að þeir hafi tekið dræmlega í hugmyndir Steingríms fyrir 2 mánuðum síðan.
Við búum hér í helsjúku þjóðfélagi þar sem forréttindaklíkur sitja við völd og maka krókinn. Þessir sömu aðilar vilja síst af öllu missa tökin sem innganga í ESB hefði í för með sér og gera því allt sem þeir geta til að halda þjóðinni áfram í heljargreipum. Við fáum heilu lagabálkana senda á faxi og verðum að innleiða þá án þess að hafa nokkuð um það að segja. Svo erum við með ónýtan gjaldmiðil sem í augnablikinu er bæði með kút og kork.
Margir hafa verið óþreytandi að benda á að sambandið vilji ásælast auðlindir okkar. Ég óska eftir umræðu um það sem ESB gæti gert fyrir okkur. Af hverju er svo lítið talað um stoðkerfi ESB við hinar og þessar framkvæmdir og fyrirætlanir? Á Kanaríeyjum þar sem ég var nýlega (einnig jaðarsvæði) á margþætt uppbygging sér stað með fjármagni frá ESB. Það eru lagðir vegir og flugvellir, útbúnir þjóðgarðar, lagður grundvöllur að atvinnuuppbyggingu (sérstaklega á sviði nýsköpunar og í anda sjálfbærni) auk ýmissa sérverkefna. Ferðir til og frá landinu yrðu væntanlega niðurgreiddar fyrir þá sem búa hér og svo mætti lengi telja.
Þjóðin á sjálf að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að gengið verði til aðildarviðræðna og það sem fyrst. Það eru misvitrir stjórnmálamenn og sjálfskipaðir besserwisserar sem hafa staðið í vegi fyrir því í 15 ár og að mínu mati óbeint valdið hryggilegu tjóni sem erfitt verður að bæta okkur upp.
Því miður virðast þingmenn VG og Sjálfstæðisflokksins hafa fundið samhljóm - í forræðishyggjunni!
![]() |
Hugnast norska krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 08:38
Stoltir þurfalingar
Fyrrverandi forsætisráðherra kenndi ESB um að hafa níðst á okkur Íslendinum og þvingað til samninga. "Það voru 27 á móti 1" sagði hann í uppgjafartón og sendi enn eina ferðina út þau skilaboð að Ísland ætti ekkert erindi inn svona bandalag Evrópuþjóða sem stæðu svo þétt saman. Sami maðurinn og The Guardian sagði vera á topp 25 lista yfir þá einstaklinga sem bera mesta ábyrgð á efnahagshruni heimsins, sjá hér.
Við höfum hvað eftir annað eftir hrunið fengið þau skilaboð frá fulltrúum ESB að við séum velkomin þar inn og fengjum hraða afgreiðslu. Þannig hefur verið rétt fram sáttarhönd til þjóðar í neyð. Sumir hafa túlkað það þannig að ESB vilji bara nota tækifærið til að gleypa okkur og komast yfir auðlindirnar okkar.
Ég sé ESB sem leið okkar út úr áratugalangri áþján flokkakerfis og klíkuveldis. Kerfis sem þeir hafa hannað sjálfir til að misskipta auði og völdum. Kerfi sem á endanum kom okkur í þá stöðu að vera skuldugasta þjóð í Evrópu. Skuldug þjóð er ekki frjáls og þeir sem bulla um að fullveldi okkar verði fórnað við inngöngu í ESB ættu að hugsa meira um það. Halda menn virkilega að 27 Evrópulönd hafi með bros á vör afsalað sér hluta fullveldis án þess að fá nokkuð í staðinn?
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)