Já, ég heyrði það ekki!

Það er auðvelt fyrir Geir að kannast ekki við það sem Robert Wade hélt fram á borgarafundinum í gær, enda þorði forsætisráðherrann ekki að mæta þar og standa fyrir máli sínu. Á fundinum kom eftirfarandi m.a. fram í erindi prófessorsins:

"VAR HRUNIÐ Á ÍSLANDI ÓHJÁKVÆMILEGT, JAFNVEL ÁN EFNAHAGSERFIÐLEIKA Á HEIMSVÍSU? JÁ."

"HEFÐI RÍKISSTJÓRNIN GETAÐ GERT RÁÐSTAFANIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÁHRIFUM KREPPUNNAR? JÁ."

Geir þrjóskast hins vegar við að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og kennir heimskreppunni um ástand mála hér. Vonandi fer þeim fækkandi sem trúa bullinu í honum. Því miður höfum við ærna ástæðu til að óttast að hlutirnir eigi eftir að versna og taka á sig mynd raunverulegrar kreppu. Hvað skyldi Geir vilja segja við okkur þá? Vonandi alls ekki neitt - hann má til með að taka pokann sinn og hverfa á braut.


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af vettvangi

Ég var þátttakandi í þessum mótmælum í dag og er stoltur að því. Því miður voru þau ekki ýkja fjölmenn - líklega 25-30 manns. Þau gengu út á það að varna ríkisstjórninni inngöngu í Alþingi enda ætti hún að halda sig þar fjarri.

Takk og bless!Fyrstur mætti Björgvin Sigurðsson en sneri við þegar hann sá fyrirstöðuna og sá að fólkið myndi ekki víkja. Næst birtust Geir og Þorgerður Katrín og á svipuðum tíma hópur lögreglumanna. Lögreglan bað fólkið um að fara frá en þegar það stóð sem fastast var gripið til þess ráðs að toga í menn og ýta í burtu. Á meðan gafst fólki ágætt svigrúm að koma mótmælum sínum á framfæri. Síðust mætti Þórunn á staðinn og höfðu þá mótmælendur myndað keðju utan um lögregluna sem hrinti þeim frá.

Aðrir ráðherrar fóru inn bakdyramegin til að forðast það að mæta fólkinu augliti til auglitis. Ég ætla að hafa það í huga fyrir næstu kosningar sem verða eflaust með vorinu.

Að lokum vil ég minna fólk á að það fær það sem það á skilið. Ef enginn mótmælir  á þann hátt að skilaboðin komist alla leið verður þjóðin að sætta sig við óbreytt ástand. Ég er ekki hlyntur ofbeldi og skemmdarverkum en tel að borgaraleg óhlýðni sé mjög viðeigandi eins og ástandið er í dag.

Þeir sem ekki voru í Háskólabíói í gær mega alls ekki missa af fundinum þegar hann verður sýndur á RÚV annað kvöld. Hagfræðiprófessorinn Robert Wade sem enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þorði að mæta gaf ríkisstjórninni og seðlabankastjóra vægast sagt lélega einkunn. Varnaðarorð hans um það hvað gæti beðið okkar verða líka að ná eyrum fólks.


mbl.is Mótmælt við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband