VG hlustar ekki á kjósendur sína

Steingrímur og fleiri áhrifamenn innan VG telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir kjósendum sínum. Líkt og í gamla Alþýðubandalaginu telja þeir sig vera "raddir fólksins" en eru í raun ekki í ýkja góðu sambandi við fólkið sjálft. Þeir skella skollaeyrum við því að töluverður meirihluti kjósenda þeirra er jákvæður fyrir inngöngu í ESB og finna þess í stað sambandinu allt til foráttu. Ekki er upplýstri umræðu heldur fyrir að fara á þeim bæ frekar en í hópi Sjálfstæðismanna.

Sjálfur tel ég að umhverfismálin séu sumum hjá VG ekki hjartans mál. Það á þó alls ekki við alla þingmenn flokksins. Sá grunur minn að þeim dreymi í raun um ríkisstjórnarsamstarf með heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins að vitbættum einhverjum flóttamönnum úr Framsóknarflokknum (Kristilegi þjóðarflokkurinn?) er vonandi ekki á rökum reistur. Það hefur þó vakið mikla athygli hvað Steingrímur J. hefur algjörlega forðast að tala illa um Davíð Oddsson að undanförnu þó svo að ærin ástæða hafi verið til.

Heimssýn?VG ættu að minnast þess hvernig skoðanakannanir sýndu þau skjótast upp snemma á árinu 2007 en falla aftur í sama farið þegar nær dró kosningum. Flokkurinn virðist því miður alltaf toppa á vitlausum tíma.


mbl.is Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband