Heimurinn fylgist með

Nú ríður á að allir þeir sem ekki eru sáttir við núverandi ástand mæti og sýni umheiminum hug sinn. Það verða eflaust margir myndatökumenn frá erlendum sjónvarpsstöðvum og mikilvægt að fólk sýni hvernig þeim er innanbrjósts.

Franskur kunningi minn fylgdist með mótmælunum um síðustu helgi. Hann sagði að Íslendingar væru augljóslega ekki mjög sjóaðir í þessu enda lítil hefð fyrir slíku hér. Mistök hefðu verið að hefja fundinn á tónleikum eins og um útiskemmtun væri að ræða og fólk gæti ekki bara staðið kyrrt eins og ánægðir áhorfendur með bros á vör.

Hann sagði að fólk þyrfti að sýna að því væri virkilega heitt í hamsi og væri raunverulega að reyna að koma boðskap til stjórnvalda og umheimsins. Mótmælaspjöld ættu að vera á tungumáli eða myndmáli sem flestir skilja.

Þessum athugasemdum er allavega hér með komið á framfæri. Það er hins vegar aðalatriðið að mæta, hvort heldur fólk heldur á spjöldum eða ekki.
 
Burt með árans spillingarliðið! 

mbl.is Mótmæli á Austurvelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband