Askja Pandóru

Askja PandóruÞað er gleðilegt að svo margir gefi sér tíma til að senda Gordon Brown félögum þessi skilaboð. Ef til vill væri ekki úr vegi að senda líka Geir Haarde og íslensku ríkisstjórninni skýr skilaboð um að þeim sé ekki treystandi til að koma okkur úr þeirri ömurlegu stöðu sem þeir sjálfir bera mesta ábyrgð á. Á hverjum degi sem líður opnar askja Pandóru sig meir og meir og rotið innihaldið gýs upp.

rikisstjornin.jpgÉg kæri mig ekki um að innvígðir flokksbræður verði látnir rannsaka glæpsamleg undanskot siðlausra fjárglæframanna, mistök í lagasetningu, klúður Seðlabankans og eftirlitsstofnana. Ég treysti ekki lengur ríkisstjórninni til að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir þjóðina. Það er okkar eina von að fá nýtt fólk (sérstaklega konur) til að taka á þessu vandamáli með aðstoð óháðra erlendra sérfræðinga. Reynum að læra af eigin reynslu og annarra þjóða!

 www.kjosa.is

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!


mbl.is 75 þúsund hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband