3.11.2008 | 10:19
Sóknarfæri
Þó svo að vonbrigði margra á Húsavík séu skiljanleg ættu þeir ekki að beina gremju sinni gegn umhverfiráðherra eða fólki úr náttúruverndarsamtökum. Það er augljóst að fjármálakreppan víða um heim og hrun á álverði er helsta ástæða þess að Alcoa heldur nú að sér höndum. Einnig sýnir þetta að nóg er komið af álverum á Íslandi því að ekki má gera efnahag landsins of háðan sveiflukenndu markaðsvirði áls, svo ekki sé talað um ímynd landsins!
Nú ættu menn að hugsa sinn gang og skoða í alvöru uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu. Í ljósi breyttra aðstæðna er skiljanlega ekki hægt að reikna með mjög fjárfrekum framkvæmdum enda verður lánsfé af skornum skammti á næstunni. Það er einna helst orðstír náttúru Íslands sem minnsta hnekki hefur borið að undanförnu og hljóta menn að líta á það sem sóknarfæri þegar annað bregst.
![]() |
Dregur úr líkum á álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 08:21
Siðferði fjarri góðu gamni
![]() |
Veðjuðu á veikingu krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)