Lítil eftirsjá í Jóni

BakpokakeleríSjálfstæðismenn keppast nú hver um annan þveran að lýsa því yfir að þeir hræðist ekki kosningar og að lýðræðisástin sé þeim í blóð borin. Ekki sýna þeir þó mikla tiltrú á lýðræðinu fyrst þeir taka það ekki í mál að ganga til kosninga eftir eitt mesta klúður Íslandssögunnar. Skýringin er vitaskuld sú að þeir þurfa að horfast í augu við algjört fylgishrun og hugsanlegan klofning í ofanálag. Jón Gunnarsson gæti t.d. þurft að gera það upp við sig hvorn arminn af flokkshræinu hann muni hengja sig á, þeim ESB sinnaða eða einangrunarsinnaða.

Jón þessi er einna kunnastur fyrir árásir sínar á umhverfisráðherra og kemur það varla mörgum á óvart að honum finnist hún eiga að víkja. Það væri hins vegar að byrja á öfugum enda ef Þórunn segði af sér af öllum syndaselum ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband