Bréf til RÚV

Ég sendi fyrir stuttu síðan eftirfarandi tölvupóst á Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>, Pál Magnússon <pall.magnusson@ruv.is>, Sigrúnu Stefánsdóttur <sigruns@ruv.is> og Þórhall Gunnarsson <thorhallur.gunnarsson@ruv.is>:

Góðan dag,

Mig langar að forvitnast hvað þarf fjölmenna mótmælafundi til að RÚV-Sjónvarp sendi beint út frá þeim? Ég minni á að þegar vörubílstjórar mótmæltu við Geitháls var aukafréttatími sendur út beint þaðan.

Á morgun kl. 15 er reiknað með mörg þúsund óánægðum Íslendingum á Austurvöll. Hugsanlega verða þetta fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Ætlar Sjónvarp allra landsmanna að verja sjálfstæði sitt eða fylgja þöggunarstefnu stjórnvalda?

Svar óskast.

Með góðri kveðju,

Sigurður H. Sigurðsson.

Ég ákvað að deila þessu áhugamáli með ykkur hér á blogginu. Samt vil ég taka það skýrt fram að ég er stuðningsmaður RÚV  en vil hvorki að auglýsendur né stjórnmálaflokkar ráði dagskrárstefnu og fréttamati. Mér finnst einfaldlega að fjölmiðli sem öllum er gert að borga fyrir beri að senda svona viðburð út beint til allra þeirra sem ekki eiga þess kost að mæta sjálfir.

Bein útsending?

mbl.is Icesave skuldin 640 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danska þjóðarsálin

Ég var í skóla í Kaupmannahöfn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Danir reyndust mér yfirleitt vel og voru mjög jákvæðir í garð Íslendinga.

Danskurinn veifar og veifarÁ þessum árum gekk kreppa yfir Færeyjar og margir Færeyingar fluttust til Danmerkur. Ég man hvað ég var hissa þegar ég fór að heyra Danina tala illa um Færeyingana. Það var talað um þá sem afætur sem flyttust til Danmerkur og færu þar á atvinnuleysisbætur þegar að þeir væru búnir að setja allt í kalda kol heima fyrir. Samt voru Færeyjar hluti af danska konungsríkinu!

Ég held að Íslendingar ættu ekki að búast við góðu af Dönum núna. Sérstaklega ekki eftir allt kaupæðið sem hljóp á íslensku útrásarvíkingana í Kaupmannahöfn.


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til upprifjunar

&#xFEFF;&#xFEFF;&#xFEFF;Munið að þetta fólk er enn við völd!
 
 
Foringinn: "Tryggjum áframhaldandi vöxt. Höldum áfram að byggja á traustum grunni." Sick
Varaforinginn: "Framtíðin er full af tækifærum." Angry  Meinti hún ófærum?
 

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband