Þau sem heima sitja

Öll berum við ábyrgð í svokölluðu lýðræðisríki. Við kusum og atkvæðin okkar leiddu til þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Þess vegna verðum við annað slagið að hugsa okkur um:

"Hafa fulltrúar okkar staðið sig sem skyldi?"

"Treystum við þeim til að sitja áfram við völd?"

Þau sem ekki eru sátt við hlutskipti þjóðarinnar í dag mega til með að taka þátt í mótmælafundunum á Austurvelli. Þetta er ekki í boði einhvers stjórnmálaflokks, Kaupþings Banka eða annarra (eigin)hagsmunaaðila. Mætið, látið rödd ykkar heyrast og tilfinningar sjást. Þau ykkar fullfrísk sem heima sitja eiga tæpast betra skilið!

 

Frá fundinum 1.11.08 - Jóhann Þröstur tók myndina

 

 

 

 


mbl.is Boða friðsamleg mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á lagalegu innsæi?

Ég er svo heppinn að borða morgunmat á hverjum degi með konu sem er doktor í Evrópurétti. Þess vegna fæ ég stundum útskýringar sem maður hefur á tilfinningunni að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki eða vilji í það minnsta ekki láta til fjölmiðla.

"Það er svekkjandi að ekki skyldi koma út úr þessu það sem til stóð" á Árni Mathiesen að hafa sagt. "Við hefðum viljað fá lagalegan grundvöll undir þetta, en vinnubrögðin voru þannig að það var ekki hægt."

Honum finnst það ekki ásættanlegt að gerðardómurinn eigi að skoða aðgerðir íslenskra stjórnvalda í fjármálakreppunni og gefa álit á neyðarlögunum. Varla er hægt að horfa fram hjá því þegar metnar eru forsendur þess að Ísland fylgi ekki skuldbindingum EES samningsins. Ef taka á tillit til sérstakra neyðaraðstæðna á Íslandi þá stenst það vitanlega ekki skoðun að neyðarlögin séu ekki hluti af þeim.

ESBAð niðurstaða gerðardómsins væri ekki bindandi virðist líka koma Árna á óvart. Álit ECJ (Evrópudómstólsins) nr.1/91 segir að ECJ hafi síðasta orðið í túlkun laga fyrir ESB löndin. Þar af leiðandi hlýtur téður gerðardómur að skila úrskurði sem ekki telst bindandi fyrir ECJ. Annað væri óhugsandi og Ísland fær m.ö.o. enga sérmeðferð.

Það hvarlar að manni að hér sé enn ein smjörklípan á ferð. Nú á að kenna ESB um hvernig málum er komið á Íslandi.


mbl.is Deilur vegna Íslands í gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband