27.10.2008 | 08:35
Bréf til Evrópu
Jónas Haralz sagði í Fréttablaðinu í gær að Ísland hefði átt að ganga í EBS árið 1992. Þess í stað urðum við hluti af EES og tókum upp 75% af regluverkinu án þess að vera með í klúbbnum. Stjórnmálamönnum þótti víst nauðsynlegt að einangra landið enn um sinn.
Nú, 16 árum síðar getum við nagað okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki losað okkur við krónuna ásamt íslenska seðlabankanum og þeim sem þar hreykir sér hæst. Það er allavega deginum ljósara að töluvert önnur staða væri uppi hér á landi.
Það er varla hægt að álasa stjórnmálamönnum fyrir að hafa ekki árið 1992 séð fyrir hrun bankanna 2008. Hins vegar ættu þeir að finna sér annað starf nú þegar ef þeir ætla áfram að þrjóskast við og neita að hlusta á vilja fólksins sem þeir starfa í umboði fyrir.
Að sækja um aðild að ESB er afar einfalt mál. Einungis eitt bréf þarf að senda til ráðherraráðsins og óska eftir því að viðræður hefjist. 6-12 mánuðum síðar gætum við verið komin þar inn. En á meðan fulltrúar flestra íslenskra stjórnmálaflokka loka augum og eyrum er ekki við því að búast.
![]() |
Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)