Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sauðfé, rússagull og hinn óviðjafnanlegi bæjarstjóri

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um villt sauðfé sem lifað hefur í fjallinu Tálkna milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar frá því um 1950! Haft er eftir bæjarstjóra Vesturbyggðar að "hann vilji ekki til þess hugsa að féð svelti í hel eða hrapi af klettum í vondum veðrum". Þess vegna hefur hann látið gera árásir á kindurnar, síðast árið 2004 þegar 23 sem til náðust voru skotnar og hræin skilin eftir á víðavangi. Nú stendur sem sagt til að beita hefðbundnari "mannúðarsjónarmiðum" og reyna að færa féð til slátrunar.

Úr Arnarfirði - Sigurgeir SigurjónssonRagnar Jörundsson bæjarstjóri hefur sýnt það og sannað að hann á fáa sína líka og fæstir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar hann tjáir sig opinberlega. Hann hefur verið mikill baráttumaður fyrir því að olíuhreinsistöð risi í Arnarfirði sem náttúruljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson hefur sagt að sé fallegasti fjörður landsins. Á bloggsíðu sinni (sem hefur verið lokað) taldi Ragnar það 99,9% víst að olíuhreinsistöðin risi og líkti henni við mjólkurbú til að gera lítið úr mengunarhættunni. Einnig taldi Ragnar ekki eftir sér að mæta í boð í Rússneska sendiráðinu þar sem hann sannfærðist um að "þarna væri ekkert óhreint í pokahorninu" og að "traustir aðilar" stæðu að áformunum. Samt sem áður viðurkenndi hann fúslega að hann vissi ekki hverjir það væru sem hann teldi svo trausta.

Sauðfé, rússagull og Ragnar Jörundsson. Hljómar þetta ekki traustvekjandi? Íslendingar þurfa varla að kvíða framtíðinni með Samfylkingarmenn eins og Ragnar við völd. Hann mun ekki láta okkur kveljast frekar en rollurnar á Tálkna.

Heimildir hér og hér.

 


Skinheilagur innherjasvikari?

Þá er búið að loka bloggsíðu "Litla landsímamannsins" (Halldórs Egilssonar). Hann lét eitthvað flakka um meint innherjaviðskipti Baldurs Guðlaussonar sem féll ekki í kramið í Hádegismóum.

Um Baldur sem persónu veit ég mest lítið. Hins vegar er það engan veginn boðlegt að mokað sé undir hann 15 mánaða launum aukalega fyrir að hætta sjálfviljugur í starfi og því síður fyrst hann er grunaður um ólögleg innherjaviðskipti. Eru engin takmörk fyrir því hversu mikið á að misbjóða réttlætiskennd venjulegs fólks?

Getur ekki einhver sent mér afrit af færslu Halldórs sem hann kallaði "Skinheilagur innherjasvikari" hér í athugasemd? Það væri mér sársaukalaust ef Mogginn lokaði blogginu mínu enda er hvort eð er búið að eyðileggja samfélagið hér á mbl.is


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þess eru vítin að varast þau

Gunnar Tómasson ætti að vita hvað hann segir. Hann starfaði í fjöldamörg ár fyrir AGS í Bandaríkjunum og hafði margsinnis varað við því hruni sem peningastefnan leiddi til árið 2008. Varnaðarorð hans náðu ekki eyrum íslenskra stjórnvalda, því er nú verr og miður.

the3monkeys.jpgNú varar Gunnar okkur enn og aftur við aðsteðjandi vanda og segir hvorki meira né minna en að raunveruleg hætta sé á þjóðargjaldþroti. Því miður virðast aðvörunarorð hans ekki berast þangað sem ákvarðanir eru teknar eða skyldu þau vera of stór biti að kyngja fyrir ráðalausa stjórnmálamenn og embættismenn?

Alþingismenn eru eins og óþekkir krakkar að rífast um það hver eigi sterkasta pabbann. Vandamálin eru yfirþyrmandi en þau leysast ekki með innihaldslausu orðagjálfri og ákvarðanafælni. Er til of mikils mælst að hlustað sé á Gunnar og mark tekið á orðum hans?


mbl.is Krónuskuld í gjaldeyrisskuld við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn, þó fyrr hefði verið

Ef þessar fréttir eru réttar (ég trúi ekki öllu sem Mogginn segir) þá er tími ríkisstjórnarinnar á þrotum. Miklar væntingar voru bundnar við þessa stjórn og því eru vonbrigðin að sama skapi mjög mikil. Hvar eru aðgerðir til bjargar skuldugum heimilum? Hvar er stjórnlagaþingið? Hvar er gagnsæið í stjórnsýslunni? Hvar er réttlætið? Hvar er framtíðarsýn þessa fólks?

Að vísu vil ég hrósa umhverfisráðherranum fyrir að sýna kjark og standa undir nafni. Því miður er ekki það sama hægt að segja um aðra ráðherra.

Nú kemur líklega til kasta Alþingis enn eina ferðina en ef þessi ríkisstjórn fellur í kjölfarið þá mun ég ekki syrgja hana. Það þýðir þó ekkert að bjóða upp á annan kokteil með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn. Utanþingsstjórn er það eina sem fólk gæti mögulega sætt sig við og þó fyrr hefði verið!


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stokkhólmsheilkennið?

Sjálfstæðisflokkurinn var tæp 20 ár við völd. Þeim kafla í stjórnarsögunni lauk með bankahruni og óeirðum. Mottóið var að hygla sér og sínum, nýjasta dæmið er Lambi ehf, "blönduð búfjárrækt" með útflutningi til ónefndra eyja í Karabíska hafinu.

Stokkhólmsheilkennið?Skyldi það vera afbrigði af Stokkhólmsheilkenninu sem þjakar rúman þriðjung þjóðarinnar sem virðist tilbúin að kyssa vöndinn eina ferðina enn?

Það segir líka sína sögu að stærsta skellinn hljóti sú hreyfing sem stofnuð var til að berjast gegn spillingu í stjórnmálum og beita sér fyrir lýðræðisumbótum.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við nánari skoðun...

Ég held að fólk ætti fyrst af öllu að spá í hvort að núverandi fyrirkomulag hafi reynst okkur Reykvíkingum vel. Hér sitja 15 fulltrúar með tæp 7% atkvæða hver. 8 þeirra mynda svokallaðan meirihluta sem öllu ræður á meðan að hinir 7 ráða litlu sem engu. Nefndir og ráð eru skipuð á sama hátt - fulltrúar viðkomandi flokka í sömu hlutföllum. Oft á tíðum sitja þar börn borgarfulltrúanna enda gera þau bara það sem þeim er sagt og fá greitt fyrir.

Væri ekki betra að fá fleiri kjörna fulltrúa að borðinu þannig að hægt væri að tala um raunverulegt íbúalýðræði fremur en það flokksræði sem við höfum búið við? Það yrði örugglega ekki um fulla vinnu að ræða heldur e-s konar stjórnarsetu og greitt samkvæmt því. Um framkvæmdahliðina sæi fólk sem ráðið væri á faglegum forsendum. Heildarkostnaðurinn þyrfti ekki að vera hærri en sparnaður næðist þar sem að minni líkur væru á spillingu.

Ég held að þetta frumvarp sé vel þess virði að það sé skoðað með opnum augum. Í leiðinni teldi ég réttast að skoða sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarasvæðinu þar sem að sameiginlega hagsmuni má víða finna.


mbl.is Vilja að borgarfulltrúar verði 61
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finndu Finn

Mikið væri nú gaman að lesa svona góðar fréttir um lægra raforkuverð til almennings ef þær kæmu frá hlutlausum aðilum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er höfundur skýrslunnar en hann var um árabil stjórnarformaður Landsvirkjunar. Það embætti fékk hann eftir að hafa fallið af þingi þar sem hann sat fyrir Framsóknarflokkinn.

Síðasta púsliðÞað gefur augaleið að Samorka hafi pantað þessa skýrslu hjá Jóhannesi en Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja, t.d. Landsvirkjun, Landsnet, HS orka, OR, RARIK og margir fleiri. Athygli vekur að öll álfyrirtækin eru einnig "auaaðilar" (hvað sem það nú er), svo og GGE, Jarðboranir, Frumherji, Mannvit og fl. Framsóknarmennskan er allsráðandi en til gamans má nefna að Finnur Ingólfsson er aðaleigandi Frumherja (gegnum Spector ehf) og annar eingetinn framsóknarmaður, Eyjólfur Árni Rafnsson er forstjóri Mannvits (áður VGK-Hönnun) sem einnig á stóran hluta í GGE og Jarðborunum. Auk þess er Eyjólfur Árni stjórnarformaður Geysir Green Energy. Er ekki kominn tími til að rekja þræði Framsóknarflokksins um íslenskt viðskiptalíf? Það skyldi allavega engan undra hver stefna flokksins sé í virkjana- og auðlindamálum!

Hlutverk Samorku er sjálfsagt margþætt en hefur aðallega birst sem áróðursafl fyrir virkjunum og stóriðju (nema hvað). Þar starfa 5 karlkyns framkvæmdastjórar og 3 kvenkyns ritarar svo að segja má að hin "góðu gömlu gildi" séu í hávegum höfð. Lægst setti framkvæmdastjórinn hefur löngum tekið að sér að skrifa greinar í fjölmiðla þar sem hann oft og iðulega fer háðuglegum orðum um þá sem tala fyrir verndun náttúrunnar og afvegaleiða áhrifagjarna fjölmiðla sem birta greinar þeirra athugasemdalaust. Einnig hefur hann gert grín að íbúum Hveragerðis vegna þess að þeir óttast heilsufarsleg áhrif af brennisteinsvetni frá gufuaflsvirkunum á Hellisheiði.

Tveir góðir, ánægðir með dílinn

Ekki ætla ég að draga efni umræddrar skýrslu í efa enda hef ég betra við tímann að gera en að lesa 60 bls. um ágæti orkustefnunnar og það hve heppin við öll erum með Samorku og Framsóknarmenn í nútíð og fortíð.



mbl.is Samorka: Rafmagnsverð lækkar vegna stóriðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Douze points

Þráinn Bertelsson - douze points. Ég heyrði sem betur fer ekki allar ræðurnar en Þráinn talaði af skynsemi ólíkt flestum hinum - enda hreyfingarlaus með öllu og með engan leikstjóra nema sig sjálfan (naturellement). En skyldi amma hans enn vera á lífi?!?

Flest fólk verður skynsamara með aldrinum nema kannski þeir sem eytt hafa stórum hluta ævinnar á Alþingi eða fengið heilahrörnunarsjúkdóma á byrjunarstigi :o Væri ekki annars snjallt að spara í heilbrigðisþjónustunni með að setja lágmarkaldur á Alþingi 70 ár? Datt engum það í hug?

Svo væri auðvitað hægt að spara í fangelsismálum með að dæma fólk til að vera heima hjá sér og hlusta á beina útsendingu frá Alþingi - verri refsingu væri vart hægt að hugsa sér.

Botnsætið vermir hins vegar rjómabollan Bjarni Ben. Hann ætti betur heima í Kjúklingastræti en á Alþing (IMHO).


mbl.is Þurfum ekki að ræna ömmur okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færri Möllera

Anna Pála er hugsandi manneskja með munninn fyrir neðan nefið og hjartað á réttum stað. Því miður eru allt of fáir hennar líkir í fararbroddi Samfylkingarinnar. Mætti ég biðja um fleira hugsjónafólk og færri Möllera, takk!?

mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur fær prik

Ögmundur fær stórt prik fyrir að tala tæpitungulaust við fréttamann BBC. Fjárkúgun (blackmail) er rétta orðið yfir framferði Breta og Hollendinga með aðstoð AGS.

Á orðum Össurar mátti líka skilja að líf ríkisstjórnarinnar væri við það að fjara út. Utanþingsstjórn segi ég enn eina ferðina.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband