Endurvinnsla

Ég horfði á svonefndar Leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi, fyrsta þáttinn af mörgum í kosningabaráttunni. Yfirleitt er ég hlyntur endurvinnslu en þó á það tæpast við í þetta sinn. RÚV notast við sömu leikmynd, hönnun, framsetningu og umsjónarmenn og fyrir 2 árum síðan. Meira að segja innihald og uppbygging var svipuð, rétt eins og ekkert hafi í skorist.

http://www.flickr.com/photos/vilhjalmurhallgrimssonhttp://www.flickr.com/photos/vilhjalmurhallgrimssonMaður hlýtur að klóra sér í kollinum yfir því að þrátt fyrir heilt efnahagshrun, gjaldmiðilshrun, trúverðugleikahrun og þjóðfélagshrun séu stjórnmálamenn enn að ræða sömu gömlu málin á sama hátt rétt eins og ekkert hafi breyst. Sömu spurningar og sömu svör. Eða voru það nokkur svör?

Ekki var minnst á nýtt lýðveldi, þjóðaratkvæðagreiðslur, faglega stjórnsýslu, gagnsæi, lýðræðisumbætur, stjórnlagaþing, persónukjör, þrískiptingu valds, rannsóknina á bankahruninu, skuldastöðu Íslands, uppgjörið við útrásina eða hvernig byggja á upp traust meðal annarra þjóða. Það var meira að segja skokkað létt yfir gjaldmiðilsumræðuna og ESB á svipaðan hátt og Sjálfstæðisflokkurinn og VG gerðu á landsfundum sínum. Þyrfti ekki að endurnýja stýrikerfið hjá hjá þessu fólki?

Eini maðurinn sem talaði mannamál var Þór Saari, talsmaður frá Borgarahreyfingunni sem svaraði spurningum fréttamanna skýrt og undanbragðalaust. Þannig fólk vantar inn á þing, ekki eintóma flokkshesta.

 

X-O Þjóðin á þing



mbl.is RÚV verður eitt um hituna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband