Framboðsræður á Alþingi

Mér er nóg boðið. Ég vil moka út þessu fólki á Alþingi sem eyðir tíma sínum í innihaldslitlar framboðsræður á meðan að þjóðfélaginu er að blæða út.

Sjálfstæðisflokkur: Í guðanna bænum dustið rykið af gömlum gildum flokksins og finnið einhverja trausta manneskju sem komin er til vits og ára til að leiða flokkinn út úr hugmyndafræðilegum rústum og morfískeppnisræðumennsku. Ég sting upp á Ragnari Önundarsyni.

Öskur að næturþeli - samsett myndSamfylkingin: Í guðanna bænum losið ykkur við Össur Skarphéðinsson og aðra gamla stóriðjudurta. Þeir eiga fremur heima í Framsóknarflokknum og nú þarf heldur betur endurnýjun til að jafnaðarmenn treysti Samfylkingunni til áframhaldandi stjórnarsetu.

Varðandi Evrópumálin þá hefur Samfylkingin svikið kjósendur sína tvívegis með því að taka sæti í  ríkisstjórn án þess að málið sé sett á dagskrá. Það er auðvitað reginhneyksli að ekki skuli kannaður hugur kjósenda til aðildarviðræðna nú þegar að gengið verður til kosninga í apríl. Hvenær á þá að kjósa um það??


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D-O-F-R-I

Það hlýtur að vera lágmark að fréttamenn mbl.is stafi nöfn fólks rétt.

Ég vona að Dofri fái gott sæti á framboðslista Samfylkingarinnar því að umhverfisstefna flokksins hefur sannast sagna siglt í strand.

Norðurdalur - Fljótsdal

 

 


mbl.is Dofri býður sig fram hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómálefnaleg stjórnarandstaða

Varúð!Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kann alls ekki að vera í stjórnarandstöðu. Allir þingmenn flokksins nema Geir Haarde hafa aldrei þurft að gera annað en að samþykkja frumvörp ríkisstjórnarinnar og verja slæman málstað. Nú hegða þau sér eins og krakkar sem leikföngin hafa verið tekin af. Er það líklegt til að afla flokknum kjósenda að þau sýni svo lítinn vilja til samvinnu á þessum erfiðu tímum?
 
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að huga að sínum gömlu gildum. Af hverju fara þau ekki að ráðum flokksfélaga síns Ragnars Önundarsonar sem var gestur í Silfri Egils sl. sunnudag og skrifað hefur margar frábærar blaðagreinar, t.d. þessa?
 
"Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði landsins þarf að gera upp sakirnar við frjálshyggjuna, annars munu kjósendur gera upp sakirnar við hann."
 
Þjóðin hreinlega æpir á menn eins og Ragnar að láta til sín taka í stjórnmálum frekar en eintóma stuttbuxnadrengi með staðlaðar "skoðanir" á öllum málum og blinda augað á kíkinum. Svo væri ekki úr vegi að taka Evrópusambandsumræðuna upp innan flokksins áður en farið er að ásaka aðra flokka um tvískinnung í því brýna máli.

mbl.is Tvö hænufet og tvíhöfða þurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór tækifæri eða mikil áhætta?

Tekjuskapandi og sjálfbær nýting hvalaEf svo margir alþingismenn telja æskilegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þau hugleiði það sem fram kemur í þessum  pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var í Speglinum á Rás 1 fyrir viku síðan. Í lokin sagði Arthúr:

"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í garð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."

Í umræddri þingsályktunartillögu stendur m.a.: "Stóru tækifærin felast hins vegar í útflutningi enda er innanlandsmarkaður afar takmarkaður." En ef svo stór tækifæri bíða virkilega erlendis (sem er algjörlega órökstutt) af hverju er þá leyfunum úthlutað til ákveðinna innlendra vildarvina en ekki boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu?

Það er áhyggjuefni að svo mörgum kjörnum fulltrúum okkar sé  ekki ljóst að orðstír þjóðarinnar hefur beðið gífurlegt tjón. Ekki hefur umfjöllun síðustu daga um orð Ólafs Ragnars hjálpað mikið til. Að láta sér hvalveiðar í léttu rúmi liggja er beinlínis að skvetta olíu á eldinn. Og hvaða gjaldeyristekjur höfum við svo af þessum veiðum? Eru alþingismenn örugglega með réttu ráði?


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með búsáhöldin?

Upptækt?Ég held nú að lögreglunni væri nær að vinna með fólkinu að því að losa Seðlabankann við þessa slímsettu óværu. Davíð lætur sér hagsmuni þjóðarinnar litlu varða enda mörg ár síðan að hann missti samband við almenning. Það er bara spurning um daga eða vikur hversu lengi hann getur þrjóskast við, en með hverjum deginum sem líður dregst það á langinn að hægt sé að byrja að byggja upp traust. 

Nú keppast Sjálfstæðismenn við að kenna EES samningnum um það hvernig fór fyrir fjármálakerfinu. Hins vegar eru ekki margir mánuðir síðan þeir héldu því blákalt fram að engin ástæða væri til að sækja um aðild að Evrópusambandinu af því að EES samningurinn væri okkur svo hagstæður!

 


mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturta niður!

Sturta niður!Það hlýtur að vera mjög alvarleg stífla í Alþingishúsinu. Þar hefur safnast fyrir  úrgangur af verstu sort sem farinn er að menga allt þjóðfélagið. Nú þarf að losa stífluna og sturta niður. Öllu heila klabbinu. Best væri að byrja á vonarstjörnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni.
 
Auðvitað finnst nafna mínum þýðingarlaust að reynt sé að klína ástandi efnahagsmála á Sjálfstæðisflokkinn.  Flokkinn sem sat í ríkisstjórn sem gerði ekki neitt. Hreint ekki neitt. Ekkert til að koma í veg fyrir hrun alls bankakerfisins. Í nýrri skýrslu Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar segir m.a:
 
Að gefnum fjölda viðvarana sem yfirvöld við yfirvofandi erfiðleikum bankakerfisins kemur auðsætt áhyggjuleysi þeirra á óvart. Það leikur enginn vafi á að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn vissu hvað var að gerast.  Lítið er vitað um opinbera ákvarðanatöku fyrir hrunið. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið virðast kenna hvor öðrum um og ríkisstjórnin hélt því fram að hún hafi ekkert vitað og skellti skuldinni á alheimskreppuna.
 
Okkur þykir þetta ekki sannfærandi. Slíkt yfirvofandi allsherjarhrun hlýtur að hafa verið rætt af allri ríkisstjórninni.  Það er því skoðun okkar að stjórn og stjórnendur Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins ásamt öðum yfirmönnum þar hafi vitað hvað var að gerast.
 
Á sama hátt hljóta allir ráðherrar ásamt yfirmönnum fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og forsætisráðuneyti að hafa vitað hvað átti sér stað.  Samt sem áður brást ríkisstjórnin ekki við. Hún hefði á öllum tímapunktum getað tekið ákvarðanir sem hefðu mildað endanlega niðurstöðu. Ef ríkisstjórnin hefði brugðist skynsamlega við væri hagkerfið í mun betri stöðu nú.
 
Hlustið á mjög áhugavert viðtal við þessa tvo virtu hagfræðinga í Kastljósinu.
 

mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furtur eða fól?

Ólafur Klemensson 
Hagfræðingur Seðlabankans
 
 
 
Hagfræðileg aðferðafræði eða e-s konar svæfingatækni?

mbl.is Mótmæla aftur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleikavandamál?

 
Ólafur Klemensson 
Hagfræðingur Seðlabankans
 
 
 
Hagfræðileg aðferðafræði?

mbl.is „Hann gefur í og bakkar á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma skilur

Tveir vinir og annar á leið í fríÓreiðumaður?Það liggur við að ég sé farinn að vorkenna Davíð Oddssyni. Þessi fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, háðfugl og húmoristi, og bráðum fyrrverandi seðlabankastjóri er nú misskilinn og ofsóttur af vanþakklátum "skríl" með potta og pönnur á lofti. Gott er að vita af kærleiksríkri móður vestur í bæ sem hægt er að leita til á erfiðum stundum og góðum vinum sem aldrei snúa baki við höndinni sem fóðrað hefur þá í aldarfjórðung.

mbl.is Hittu ekki seðlabankastjórana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pistillinn sem ekki má lesa

Bubbi kóngurBlaðamaðurinn og bloggarinn Friðrik Þór Guðmundsson birti í gær mjög áhugaverða samantekt um bréfaskriftir Davíðs Oddssonar. Ekki hugnaðist mbl.is þessi skrif og rufu því tengingu við fréttina. Hins vegar er tengillinn hér.
 
Hagfræðingur Seðlabankans???Svo mæli ég með því að Ólafi Klemenssyni, hinum ofbeldisfulla hagfræðingi hjá Seðlabankanum verði vikið frá störfum áður en hann verður fólki að stjórtjóni, sjá hér og hér.

mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband