4.11.2008 | 10:22
Misskilningur eða misnotkun
Misskilningurinn er ekki einungis bundinn við "lýðinn" eins og skilja má á orðum BB. Það vill svo til að 18% kjósenda flokksins í Reykavíkurkjördæmi suður strikuðu út nafn hans á listanum og við það færðist hann niður úr öðru sæti í það þriðja reglum samkvæmt. Engu síður misskildi Björn skilaboðin sem í þessu fólust og þáði áfram sæti dómsmálaráðherra í boði Geirs Haarde. Líklega mátti ekki persónugera vandann.
Á ferli sínum hafa Björn og nánustu samstarfsmenn hans iðulega misskilið mikilvægi þess að ráða óháða menn í valdamiklar stöður innan lögreglu og dómskerfis. T.d. réði hann árið 2003 frænda Davíðs Oddssonar sem hæstaréttardómara þó að 3 aðrir væru metnir hæfari. Árið eftir réði hann (með aðstoð Geirs Haarde) einn besta vin Davíðs í samskonar embætti en 2 aðrir voru hæfari. Loks réði hann son Davíðs (með aðstoð Árna dýralæknis) í embætti héraðsdómara þar sem 3 voru metnir hæfari.
Sjá hér umfjöllun um málin. Björn og fjölmargir aðrir þingmenn flokksins vörðu þessar ráðningar, jafnvel þegar virtir fræðimenn eins og Sigurður Líndal skrifuðu rökstudda gagnrýni. Með þessum gjörningum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins dregið mjög úr trúverðugleika dómskerfisins og verður það ærið verkefni að vinda ofan af því.
Ráðherra dómsmála! Ekki meir, ekki meir!
![]() |
Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 10:19
Sóknarfæri
Þó svo að vonbrigði margra á Húsavík séu skiljanleg ættu þeir ekki að beina gremju sinni gegn umhverfiráðherra eða fólki úr náttúruverndarsamtökum. Það er augljóst að fjármálakreppan víða um heim og hrun á álverði er helsta ástæða þess að Alcoa heldur nú að sér höndum. Einnig sýnir þetta að nóg er komið af álverum á Íslandi því að ekki má gera efnahag landsins of háðan sveiflukenndu markaðsvirði áls, svo ekki sé talað um ímynd landsins!
Nú ættu menn að hugsa sinn gang og skoða í alvöru uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu. Í ljósi breyttra aðstæðna er skiljanlega ekki hægt að reikna með mjög fjárfrekum framkvæmdum enda verður lánsfé af skornum skammti á næstunni. Það er einna helst orðstír náttúru Íslands sem minnsta hnekki hefur borið að undanförnu og hljóta menn að líta á það sem sóknarfæri þegar annað bregst.
![]() |
Dregur úr líkum á álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 08:21
Siðferði fjarri góðu gamni
![]() |
Veðjuðu á veikingu krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 13:52
Steingrímur verður að víkja!
![]() |
Vill að kosið verði í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2008 | 21:23
Alfred E. Neuman
Alltaf dettur mér Alfred E. Neuman í hug þegar ég sé Björn.is. Skyldi það vera brosið, eða eyrun eða kannski bara óbreytanleikinn í áranna rás?

![]() |
Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2008 | 16:09
Mogginn samur við sig...

![]() |
Um þúsund mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)