Hver hefur sinn djöful að draga

Jenis Av Rana er ekki verðugur fulltrúi sinnar ágætu þjóðar. Hann er forpokaður afturhaldsseggur og ætti helst að halda sig fjarri öðru fólki.

Því miður erum við Íslendingar ekki heppnari með suma af okkar fulltrúum. Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar er Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Hann var utanríkisráðherra þegar Ísland lýsti yfir stuðningi við innrás bandaríkjamanna og breta í Írak. Íslenska þjóðin fékk fyrst að heyra ávæning af þessum meinta stuðningi sínum á fréttamannafundi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna 2 dögum áður en innrásin hófst. Alþingi hafði ekki fengið málið til umfjöllunar og heldur ekki utanríkismálanefnd sem þó starfar fyrir luktum dyrum og undir þagnareið. Formenn tveggja stjórnmálaflokka, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, tóku sér það vald að ákveða þetta undir fjögur augu og án samráðs við eigin ríkisstjórn.

Síðdegisútvarp Rásar 2 spilaði í síðustu viku bút úr viðtali við Halldór sem tekið var 20. mars 2003, þann dag sem innrásin hófst og íslenskum almenningi var ljóst að Ísland væri aðili að innrásinni. Halldór sagði:

Innrásarlið Íslands í Írak"Ég tel að þetta sé siðlegt, alveg eins og ég taldi það vera siðlegt það sem gerðist í Afghanistan, ég taldi það vera siðlegt sem gerðist í Júgóslavíu. Það lá t.d. alveg ljóst fyrir að Öryggisráðið komst ekki að niðurstöðu um það mál. Ég tel að Saddam Hussein og hans ríkisstjórn sé einhver siðlausasta ríkisstjórn sem til er í heiminum. Það liggur fyrir að daglega er að deyja fólk í Írak af þeirra völdum. Það eru pyntingar, skipulagðar, aftökur o.s.frv. Þetta mun að sjálfsögðu koma í ljós þegar að íraska þjóðin getur farið að tala, farið að segja eitthvað, en hún hefur ekki getað það á undanförnum árum vegna ótta. Þetta er allt saman vitað mál."

Ætlar almenningur að sætta sig við það að Halldór fái áfram að vera fulltrúi þjóðarinnar í norrænu samstarfi? Maðurinn sem ber öðrum fremur ábyrgð á kvótakerfinu, Kárahnjúkavirkjun, einkavinavæðingu bankanna og loforðum um 90% húsnæðislán? Maðurinn sem Helgi Seljan tók viðtal við í maí á þessu ári og iðrast einskis?

Sjá Halldór Ásgrímsson í afneitun, fyrri hluti og seinni hluti.


mbl.is Mætir líklega í boð til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband