Mannréttindi

Áfram Lilja!Þetta er gott mál hjá Lilju og algjör mannréttindi að fólk sé ekki elt uppi út yfir gröf og dauða vegna stökkbreyttra lána. Engin venjuleg manneskja fékk lán án þess að traust veð lægi þar að baki, einungis sjálftökulið úr hópi stjórnmálamanna og vildarvina bankanna.

Í annarri frétt í dag má sjá að mannréttindi eru lítils metin á Íslandi og einkahlutafélög fá betri og skjótari úrlausn  en almenningur.

Nú kemur í ljós hvort að svokölluð vinstri stjórn stendur með Lilju Mósesdóttur og fólkinu í landinu eða hvort ríkisstjórnin ætlar enn að styrkja skjaldborgina sem hún hefur reist um fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendur.

Tengill á fréttina er hér.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fyndið lengur

Borgarfulltrúar fá álagsgreiðslur fyrir að vinna vinnuna sína!?! Þetta er hreinlega ekki fyndið. Það hefur sýnt sig að einungis er um hlutastarf að ræða þar sem að borgarfulltrúar hafa samtímis getað setið á Alþingi eða jafnvel á ráðherrastól, nú eða stundað nám við erlenda háskóla. Svo sitja þeir í stjórnum almenningsfyrirtækja (væntanlega á venjulegum vinnutíma) og fá aukalega greitt fyrir það og svo fá þeir vitaskuld ýmsan tilfallandi kostnað við hitt og þetta greiddan sem almenningur þarf að kreista af ört minnkandi launum sínum eftir skatta.

Ertu með (óráði)?Allavega er það á hreinu að núverandi ástand er móðgun við heilbrigða skynsemi. Það er mikill lýðræðishalli fólginn í því að kjósa of fáa fulltrúa í sveitarstjórnir og leyfa þeim svo sjálfum að vasast með skipanir í nefndir og ráð. Hvers vegna leyfum við fjórflokknum endalaust að ráðskast með öll okkar mál?

Ég vil hreinlega ganga svo langt að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt eða tvö og fjölga í leiðinni lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Í dag eru þeir 70 samtals í 8 sveitarfélögum, sjá hér. Það mætti hæglega ná fram töluverðum sparnaði í leiðinni með því að skilgreina setur í bæjarstjórnum sem hlutastarf eða greiða fyrir hvern fund fyrir sig og sleppa þessum fjölmörgu bitlingum.

Lykilatriðið er að fá sem flesta að ákvarðanatökum og auka lýðræði, gegnsæi og ábyrgð borgaranna. Það er töluvert af fólki sem notar frítíma sinn án nokkurrar þóknunar í að reyna að hafa áhrif í gegn um hverfasamtök og hagsmunasamtök en með mjög takmörkuðum árangri, því miður.

Hversu lengi lætur fólk þetta svínarí viðgangast?


mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skref í rétta átt

Þjóðin vöknuðÉg skrifaði ágætis færslu um stjórnlagaþing í morgun, sjá hér. Vonandi verður Þjóðfundurinn til þess að fá fólk til að sjá í gegn um afleitt frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðgefandi stjórnlagaþing í boði Alþingis og stjórnmálaflokkanna.

mbl.is Sjö milljónir í Þjóðfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rán um hábjartan dag?

Nú liggur fyrir frumvarp um stjórnlagaþing. Kjósa á 25-31 fulltrúa persónukjöri samhliða sveitastjórnum í vor og eiga fulltrúarnir að þiggja þingfararkaup á tímabilinu.

En bíðum aðeins við. Hverjir munu veljast á fyrirhugað stjórnlagaþing? Verða það fulltrúar almennings eða fulltrúar stjórnmálaflokkanna? Verður þetta kannski eins konar "hall of fame" eða samansafn þjóðþekktra einstaklinga? Veljast ef til vill e-s konar forréttindahópar á þingið eða fólk sem á undanförnum árum hefur notið ríkulegrar fyrirgreiðslu umfram aðra? Efnafólk hefur augljóslega forskot ef leyfa á auglýsingar í tengslum við kosninguna.

Griðungur, gammur, dreki og bergrisiHöfum eitt á hreinu: Stjórnlagaþing á að vera þing þjóðarinnar sjálfrar þar sem nauðsynlegt er að sitji þverskurður samfélagsins alls. Það er algjörlega vonlaust að ímynda sér að það takist með því fyrirkomulagi sem ríkisstjórnin leggur upp með. Fyrirfram dauðadæmt. Ekki bætir úr skák að mikil tortryggni ríkir gagnvart stjórnvöldum og það eitt að einhverjir útsendarar flokkanna hreiðri um sig innan um aðra fulltrúa á stjórnlagaþingi er óbærileg tilhugsun. Flokkarnir hafa kosningamaskínur og ítök innan fjölmiðla sem flestir aðrir hafa ekki.

Stjórnlagaþing á að velja af handahófi úr þjóðskránni. Þar eiga að sitja mjög margir fulltrúar, því fleiri, því betra. Það á alls ekki að bera fé á þetta fólk því að um þegnskylduvinnu er að ræða og hún verður að vera unnin með glöðu geði af fólkinu fyrir fólkið. Greiða þyrfti ferðakostnað og uppihald fyrir fólk af landsbyggðinni og þá sem búsettir eru erlendis.

Hægt væri að hugsa sér útfærslu sem byggist á mjög stóru úrtaki úr þjóðskrá, a.a. 1% til að tryggja fjölbreytileika. Þetta fólk myndi hittast 3-4 helgar með nokkurra mánaða millibili. 1% af þessum hópi (30 manns á hóflegum launum)  hefði mun stærra hlutverki að gegna og myndi vinna að útfærslu mála á milli þess sem stóra þingið hittist. Svo mætti jafnvel hugsa sér að kosnir yrðu 3-5 einstaklingar til að leiða þingið og að ráðnir séu nokkrir sérfræðingar á faglegum forsendum til ráðgjafar og upplýsingaröflunar.

Hér er einfaldlega á ferðinni spurning um framtíð þjóðarinnar í þessu landi. Viljum við sjá réttlátt þjóðfélag þar sem mannréttindi eru sett framar forréttindum? Viljum við setja alla við sama borð þegar trúmál eru annars vegar? Viljum við að faglegar forsendur ráði því hverjir veljast til stjórnunarstarfa eða fjölskyldu- og vinatengsl? Hvað með auðlindirnar, nýtingu þeirra og eignarétt? Hvernig stjórnkerfi viljum við? Viljum við forsetaembættið áfram og hvert á að vera valdsvið þjóðhöfðingjans? Viljum við kannski beint lýðræði þar sem almenningur getur alltaf gripið inn í ákvarðanatökur?

Ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga eru töluverð rök fyrir því að stjórnlagaþingið endurspegli ekki raunverulegan vilja þjóðarinnar. Þannig gæti Alþingi á endanum hagað málum eftir sínu eigin höfði og jafnvel breytt niðurstöðum stjórnlagaþingsins eftir eigin geðþótta. Stjórnlagaþing í boði Alþingis? Persónukjör í boði stjórnmálaflokkanna? Fjölmiðlar í boði auðmanna? Ætlum við aldrei að læra neitt af reynslunni?


Verk að vinna

Gott mál - til hamingju VG! En Bergur, þú hefur verk að vinna!

Sogin á Reykjanesi - eyðilegging yfirvofandi! Ljósmynd: Ellert GrétarssonVonandi heldur Bergur þingmönnum VG og Samfylkingar við efnið í náttúruvernd og umhverfismálum. Það er aumkunarvert að sjá hvernig sumir þingmenn og ráðherrar VG hafa lúffað í grænu málunum. Fáir bjuggust reyndar við öðru af Samfylkingunni. Nú síðast auknar álögur á grænmetisbændur á meðan að mengandi erlend stóriðja fær allt á tombóluverði.

Ef þessi ríkisstjórn tekur sér ekki tak í að standa vörð um náttúru landsins hljóta náttúruverndarsinnar að taka til sinna eigin ráða.


mbl.is Nýr framkvæmdastjóri þingflokks VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband