Ríkið er að bregðast

Flestum hlýtur að vera ljóst að stjórnvöld ráða ekkert við stöðu mála. Fjölmargar fjölskyldur sjá ekki fram á að halda eigin húsnæði og geta heldur ekki skilað lyklinum og verið laus allra mála. Hér er verið að hneppa fólk í átthagafjötra og óréttlætið er yfirgengilegt.

Mælirinn er einfaldlega fullur. Það er glæpur að standa ekki vörð um auðlindir landsins (sbr. söluna til Magma) eða láta forherta útgerðarmenn blóðmjólka sameiginlega sjóði. Allt of margir alþingismenn hafa þegið umtalsverðar upphæðir frá fyrirtækjum og auðmönnum og láta því ekki raunverulega hagsmuni þjóðarinnar ráða för. Út með þetta fólk áður en það er of seint.
 
Hér er því miður að skapast ástand sem á ekkert sameiginlegt með norrænum velferðarríkjum.

mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri fjölmiðlamenn á þing?

Róbert Marshall telur að fólkið sem mótmælir fyrir utan Alþingi sé "að óska eftir aðgerðum og að það sé tekið á því sem þarf að taka á".  Róbert er hins vegar ekki alveg sammála því mati fólksins að stjórnvöld standi sig illa og segir það slæmt að sumir kjósi að lýsa skoðunum sínum "með ofbeldisfullum hætti". Hann segir það "ekki hluta af lýðræðinu" að tjá sig með þeim hætti sem fólk gerir í dag. Líklega sér hann ekki ofbeldið sem margar fjölskyldur verða fyrir þessa dagana, einmitt vegna slakrar frammistöðu stjórnmálamanna, ekki síst í flokki Róberts.
 
Róbert er formaður allsherjarnefndar og ætti að vita eitt og annað um það hvernig mikilvæg stefnumál sem tengjast lýðræði og snúa að aukinni þátttöku almennings eru svæfð í nefndinni. Ágætis dæmi er frumvarp um persónukjör sem reyndar var í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar en virðist hafa sofnað svefninum langa í allsherjarnefnd því að á nýju þingi er öllum ókláruðum málum hent.  Það er borin von að þetta mál klárist fyrir næstu kosningar enda virðist alltaf vera of stutt í næstu kosningar til að auka vald kjósenda eða jafna atkvæðisréttinn.
 
Verður Edda Andrésdóttir næst?Róbert er fyrrverandi fjölmiðlamaður og ásamt öðrum slíkum flokksbróður sínum hafði hann úrslitavald um það að sýkna fyrrverandi ráðherra úr hrunstjórninni. Ég held að kjósendur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kjósa fleiri fjölmiðlamenn á þing.

mbl.is „Ekki til farsælda ef reiðin ræður för“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband