13.1.2009 | 10:30
Af vettvangi
Ég var þátttakandi í þessum mótmælum í dag og er stoltur að því. Því miður voru þau ekki ýkja fjölmenn - líklega 25-30 manns. Þau gengu út á það að varna ríkisstjórninni inngöngu í Alþingi enda ætti hún að halda sig þar fjarri.
Fyrstur mætti Björgvin Sigurðsson en sneri við þegar hann sá fyrirstöðuna og sá að fólkið myndi ekki víkja. Næst birtust Geir og Þorgerður Katrín og á svipuðum tíma hópur lögreglumanna. Lögreglan bað fólkið um að fara frá en þegar það stóð sem fastast var gripið til þess ráðs að toga í menn og ýta í burtu. Á meðan gafst fólki ágætt svigrúm að koma mótmælum sínum á framfæri. Síðust mætti Þórunn á staðinn og höfðu þá mótmælendur myndað keðju utan um lögregluna sem hrinti þeim frá.
Aðrir ráðherrar fóru inn bakdyramegin til að forðast það að mæta fólkinu augliti til auglitis. Ég ætla að hafa það í huga fyrir næstu kosningar sem verða eflaust með vorinu.
Að lokum vil ég minna fólk á að það fær það sem það á skilið. Ef enginn mótmælir á þann hátt að skilaboðin komist alla leið verður þjóðin að sætta sig við óbreytt ástand. Ég er ekki hlyntur ofbeldi og skemmdarverkum en tel að borgaraleg óhlýðni sé mjög viðeigandi eins og ástandið er í dag.
Þeir sem ekki voru í Háskólabíói í gær mega alls ekki missa af fundinum þegar hann verður sýndur á RÚV annað kvöld. Hagfræðiprófessorinn Robert Wade sem enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þorði að mæta gaf ríkisstjórninni og seðlabankastjóra vægast sagt lélega einkunn. Varnaðarorð hans um það hvað gæti beðið okkar verða líka að ná eyrum fólks.
![]() |
Mótmælt við Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2009 | 22:07
Hættið að gert illt verra!

![]() |
Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2009 | 00:12
Leikhús fáránleikans
Þetta var mjög sérstakur fundur og einstakur. Grímuklæddur mótmælandi og lögreglustjóri sitjandi hlið við hlið í gömlu leikhúsi, jólasveinn sem setti allt úr skorðum og fundarstjóri sem missti stjórn á skapi sínu. Raunveruleikinn er stundum fáránlegri en nokkur leiksýning. Sem betur fer hélt fundurinn áfram eftir dramatískt augnablik þar sem þó nokkrir gestir (þ.á.m. ég) ruku á dyr. Gunnar má vara sig að láta ekki skapið hlaupa með sig svona í gönur.
Ég spurði Stefán út í ný lög Björns Bjarnasonar um breytingar á hegningarlögum, sjá ágætan pistil um þau hér. Ekki vildi hann meina að neitt af því sem ég nefndi (auknar heimildir til valdbeitingar og forvirkar rannsóknaheimildir) hefði breyst frá fyrri lögum. Mig grunar að það sé ekki alls kostar rétt hjá honum og býst við að Ríkislögreglustjóri muni nýta sér þessar forvirku heimildir mikið á næstunni.
Björn Bjarnason lét ekki sjá sig frekar en fyrri daginn og hefur nú ítrekað sýnt að hann er hugleysingi og raggeit. Eva Hauksdóttir átti ræðu kvöldsins og las lögreglunni pistilinn á áhrifaríkan hátt.
Annars tek ég undir það sem nefnt var oftar en einu sinni á þessum fundi, það verða allir að standa saman í því að koma spillingaröflunum frá. Látum ekki Ástþór Magnússon, Klemenzbræður eða aðrar bullur trufla okkur.
![]() |
Fundi lokið í sátt og samlyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)