24.1.2009 | 10:59
Hlustum á grasrótina
![]() |
Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 13:21
Utanþingsstjórn!
Utanþingsstjórn strax! Flokkarnir fara nú í kosningagírinn og geta þ.a.l. ekki einbeitt sér að stjórn landsins. Þess vegna þarf forsetinn að skipa neyðarstjórn þar sem sitji virtir fræðimenn og embættismenn og sjái um að stýra þjóðarskútunni fram yfir þessar langþráðu kosningar. Alþingi myndi eftir sem áður hafa síðasta orðið.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 00:17
Dagur 3 - góður dagur.
3. degi mótmæla er lokið með mjög ánægjulegum sáttum á milli lögreglu og mótmælenda. Flestum var mjög brugðið eftir atburði næturinnar sem snerust upp í tóm ólæti, ofbeldi og algjöra vitleysu og það er ljóst að hvorki lögreglan né alvöru mótmælendur vilja að slíkt endurtaki sig.
Í dag stóð ég í nokkuð fámennum en góðum hópi um hádegisbilið og sló í pönnuna milli þess sem kaffi og kakó rann ljúlega niður. Það var gott að vera þarna, mikill hávaði í hljómsveitinni en engin togstreita. Eitthvað var samt öðruvísi, mótmælendur voru grímulausir en lögreglan með grímur. Ég heyrði ekki fyrr en síðar um daginn af hverju það stafaði og vona að slíkar ofsóknir endurtaki sig ekki.
Nú ríður á að láta helgardjammið ekki skemma fyrir þessum ótrúlegu mótmælum.
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 00:48
Úðað á kvikmyndatökumann
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.1.2009 | 14:44
Græni karlinn?
Nú hefur komið í ljós að auglýsingaherferð Framsóknarflokksins frá árinu 2007 var 2 árum of snemma á ferðinni. Ég vona allavega að Sigmundur virki sem bremsa á hina karlana og herfurnar sem valdið hafa ómetanlegum og óendurkræfum spjöllum á flestum sviðum lands og þjóðar. Í kristalkúlunni minni sé ég 3 möguleika:
- Flokkurinn lifi ekki af næstu kosningar.
- Sigmundur verði skipað að segja af sér og þægari formaður tekinn inn.
- Sigmundur fái Framsóknarvírusinn og verði sýktur um aldur og ævi.
![]() |
Vill færa flokkinn frá hægri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 20:17
Segja JÁ en meina NEI?
Framsóknarflokkurinn breytist lítið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Nú eru þeir sem sagt búnir að ákveða stefnu inn í ESB sem flestir hljóta að átta sig á að aldrei muni ganga upp. Það er vitaskuld útilokað að ganga til samninga með öll þessi skilyrði og fyrirfram ljóst að enginn samningur muni nást á þeim forsendum.
ESB sinnar hljóta að vilja kjósa flokk sem treystandi er til að gera góðan aðildarsamning út frá raunhæfum samningsmarkmiðum. ESB andstæðingar munu hins vegar væntanlega snúa sér annað heldur en að greiða atkvæði með flokki sem að nafninu til er hliðhollur ESB aðild.
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2009 | 14:54
1 formaður eða 2
Valgerður segir að nýr formaður verði "að kunna að svara erfiðum spurningum fréttamanna". Skyldi fylgja með námskeið í að tala eins og stjórnmálaleiðtogi, að segja ósatt eða tala endalaust um alls ekki neitt? Skyldi nýr formaður þurfa að sverja eið gagnvart flokkeigendaklíkunni sem Bjarni Harðar talaði um? Skyldi nýr formaður verða formaður í heilum flokki eða hálfum? Skyldi hann yfirleitt komast á þing?
Skyldi þjóðin vera tilbúin að láta Framsóknarflokkinn útdeila eftirstandandi eigum sínum til klíkubræðra? Skyldi hún vera sátt við að náttúra landsins verði áfram sprengd og boruð til að útvega fyrirtækjum Framsókarmanna verk á silfurfati? Skyldi hún vera tilbúin að fyrirgefa einkavinavæðingu bankana sem Valgerður sjálf stóð fyrir sem ráðherra bankamála?
Skyldu formannsefnin eiga nóg af jakkafötum?
![]() |
Flokksþing breytinganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 13:43
Fals, blekkingar, samsæri og m****
Ég geri það að tillögu minni að atvinnulausum verði boðin vinna við að rífa þennan turn og að aðstoða íbúa í Túnunum við að dytta að húsum sínum og umhverfi. Einnig ætti að nýta krafta sem flestra til að klára tónlistarhúsið við höfnina, gera upp Lækjartorg og koma skikk á umhverfið okkar. Hvaða heimska er það að láta fólk sitja aðgerðalaust á atvinnuleysisbótum þegar svo mikið verk liggur fyrir? Svo ætti að ákæra borgarstjórnarmeirihlutann fyrir fals, blekkingar, samsæri og fleira þaðan af verra.
Hjálmar Sveinsson á hins vegar mikið hrós skilið fyrir umfjöllun sína í þáttunum Krossgötur á Rás 1.
![]() |
Táknmynd góðæris eða kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 13:06
Það eru fleiri sem þurfa á meðferð að halda!
Þó ég óski þess innilega að Ingibjörg Sólrún nái fullum bata sem fyrst verð ég að segja að Samfylkingin getur ekki lengur látið reka á reiðanum með þetta ríkisstjórnarsamstarf.
Í gærkvöldi fengu sjónvarpsáhorfendur að heyra varnaðarorð Robert Wade (sjá hér) sem hefur greinilega betri innsýn inn í þróun efnahagsmála hér á landi en allir helstu ráðamenn okkar samanlagt. Hann sagði hreint út að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til þeirra nauðsynlegu aðgerða sem afar brýnt væri að fara í. Björgunarleiðangurinn sem ráðherrarnir hafa svo oft talað um er bæði stefnulaus og fálmkenndur. Við megum víst eiga von á því að sjá það mun svartara þegar líður á vorið og höfum hreinlega ekki efni á því að hafa biðlund lengur með stjórnvöldum sem virðast tvístígandi og ráðalaus.
Samfylkingarfólk hlýtur að krefjast að þessari ringulreið ljúki strax og að gengið verði til kosninga fljótlega. Neyðarstjórn eða utanþingsstjórn gæti brúað bilið og komið nauðsynlegum málum í höfn, t.d. með ráðgjöf frá Robert Wade, Rober Aliber, reynsluboltum frá Svíþjóð og Finnlandi þar sem kreppan lék þjóðina grátt upp úr 1990.
Hvað þarf mikið til að upp úr sjóði endanlega???
![]() |
Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 16:01
Já, ég heyrði það ekki!
"VAR HRUNIÐ Á ÍSLANDI ÓHJÁKVÆMILEGT, JAFNVEL ÁN EFNAHAGSERFIÐLEIKA Á HEIMSVÍSU? JÁ."
"HEFÐI RÍKISSTJÓRNIN GETAÐ GERT RÁÐSTAFANIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÁHRIFUM KREPPUNNAR? JÁ."
Geir þrjóskast hins vegar við að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og kennir heimskreppunni um ástand mála hér. Vonandi fer þeim fækkandi sem trúa bullinu í honum. Því miður höfum við ærna ástæðu til að óttast að hlutirnir eigi eftir að versna og taka á sig mynd raunverulegrar kreppu. Hvað skyldi Geir vilja segja við okkur þá? Vonandi alls ekki neitt - hann má til með að taka pokann sinn og hverfa á braut.
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |