ÓRG 2009=ÓRG 2004?

Það er nú ekki úr vegi að rifja það upp að 90.662 manns kusu Ólaf Ragnar í forsetakosningunum 2004. Fjórum árum síðar bauð hann sig fram enn eina ferðina og var þá sjálfkjörinn - líklega hans stærstu mistök hingað til. 

Skömmu fyrir kosningarnar 2004 synjaði Ólafur svokölluðum fjölmiðlalögum staðfestingar. Við það tækifæri sagði hann:

"Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa."

Á trúnó með Dick CheneyNú er að sjá hvort að Ólafur 2009 sé sá hinn sami og Ólafur 2004. Í millitíðinni hefur hann að vísu verið í nánu sambandi við marga útrásarvíkinga, olígarka og heimsvaldasinna svo að það má ekki búast við of miklu af honum. Hugsanlega gæti það hjálpað til ef einhver hluti þeirra fjöldamörgu sem undirrituðu áskorunina gerðu sér ferð að Bessastöðum í fyrramálið kl. 11.


mbl.is Yfir 42 þúsund skorað á forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum hefst kl. 10 og því vissara að mæta fyrir þann tíma.

Sigurður Hrellir, 31.12.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband