Alþingi yfir móðuna miklu

Róbert Marskálkur sem sjaldan opnar munninn án þess að ergja mig í leiðinni hitti aldrei þessu vant naglann á höfuðið í stuttri greinargerð sinni fyrir stundu. Hann sagði að samþykkt Icesave-ábyrgðarinnar væri upphafið að einhverju nýju og ég held að það sé hreint ekki orðum aukið. Alþingi hefur grafið sér gröf í þeirri mynd sem við þekkjum það og varla nokkur sála sem trúir að eitthvað skynsamlegt komi úr þeirri átt.

Elsta Alþingi veraldar hvílir hérNú þarf almenningur að sýna og sanna að valdið kemur frá fólkinu. Mætum öll fyrir utan Bessastaði á morgun og krefjumst þess að forsetinn synji þessum ólögum staðfestingar. Á nýju ári krefjumst við nýrrar stjórnarskrár án nokkurrar aðkomu stjórnmálaflokka eða misheppnaðra stjórnmálamanna. Þá fyrst verður hægt að tala um nýtt upphaf.

Alþingi R.I.P.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Svo mun ekki vera, já Alþingi er búið að vera þú og ég munum borga á sama hátt og börn  okkar og barnabörn og 'oli mun segja já.

Kv Sigurjón

Rauða Ljónið, 30.12.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Tek undir með þér og trúi ekki öðru en fjölmeni verði við Bessastaði.

Þórólfur Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Sjáumst á Bessastöðum!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 31.12.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Svo sannarlega verður að fjöl menna á Bessatöðum.

Rauða Ljónið, 31.12.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, sjáumst öll á Bessastöðum (í hlýjum fötum) og sýnum hvað í okkur býr.

Svo minni ég á indefence.is þó að það virðist ekki þurfa. Yfir 6.000 hafa undirritað í kvöld og talan hækkar ört!

Sigurður Hrellir, 31.12.2009 kl. 00:31

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég mæti en Gunni er á vakt sjáumst.

Helga Þórðardóttir, 31.12.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband