Ekki góð fréttamennska

Úr því að gerð var skoðanakönnun um málið hlýtur að þurfa að skoða úrslit hennar frá fleiru en einu sjónarhorni. Af hverju var ekki minnst á að 69,1% aðspurðra vilja varðveita götumyndina annaðhvort með friðun gömlu húsanna eða með því að byggð verði ný sem taki mið af núverandi götumynd?

Fréttablaðið stendur sig enn verr en þar stendur í fyrirsögn á forsíðu: "Þrír af fjórum vilja ný hús". Þar er heldur ekki minnst á að tæp 70% vilji varðveita götumyndina. Svo ýkja þeir í fyrirsögninni því að 27,6% vildu að gömlu húsin væru friðuð.

Ef þeir hefðu einskorðað þessa skoðanakönnun sína við íbúa í miðborginni hefðu tölurnar orðið mjög frábrugðnar. Ég bíð spenntur eftir því að það verði hringt í mig og spurt hvort ég styðji að húsin við Fossaleyni 16, 112 Rvk. og Fensölum 6, 201 Kóp. verði rifin niður. Fyrir þá sem ekki vita eru þar til húsa verktakafyrirtækin Þ.G. verktakar ehf og Baldursgata ehf sem báðir gera sér leik að því að láta gömul hús grotna mannlaus niður í miðbænum, íbúum þar til mikils ama.


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður punktur Sigurður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, hvernig er hægt að forða því stórslysi að þetta hótel rísi. Það er innan við þriðjungur sem styður það. Aðalatriðið að byggja og endurbæta þetta gat, sem klárlega er ekki í spennandi ástandi og gera það í stíl nálægra eldri húsa.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnlaugur, þetta mál er vitaskuld klúður hvernig sem á það er litið. Eiginlega væri það bara mátulegt á skipulagsyfirvöld að það þyrfti að borga háar skaðabætur til að afstýra þessari hótelbyggingu. Þá yrði líklegra að mörkuð væri betri og metnaðarfyllri stefna og komið í veg fyrir svona verktakabrask á gráu svæði sem hefur viðgengist allt of lengi. 

Sigurður Hrellir, 13.1.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband