Af hverju sýnir RÚV ekki myndina?

Fáar heimildamyndir síðustu ára hafa notið meiri athygli en mynd sú frá
árinu 2006 sem eignuð er Al Gore og nefnist "An inconvenient truth" eða
"Óþægilegur sannleikur". Það hlýtur að vekja nokkra furðu að Sjónvarp
"allra landsmanna" hefur ekki séð ástæðu til að sýna áhorfendum sínum
þessa mynd. Hins vegar fannst dagskrárstjóranum á þeim bæ áríðandi að
sýna aðra og áróðurskenndari mynd sem nefnist "The great global warming
swindle" þar sem reynt er með öllum brögðum að gera lítið úr hlýnun
andrúmsloftsins af manna völdum. Að vísu sýndu þeir mynd í 2 hlutum
eftir David Attenborough sem fjallaði um þessi mál en samt hljóta menn
að spyrja af hverju ekki mynd Als Gore?
mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er gild og góð spurning!  Fylgdu henni eftir. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.10.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég hringdi í dagskrárritstjórann og bað hann um að koma þessu til skila.

Sigurður Hrellir, 12.10.2007 kl. 12:22

3 identicon

Það er afskaplega lítið, ef nokkuð í þeirri mynd sem hefur verið sýnt fram á að sé beinlínis rangt.

Öfugt við "The Gerat Global Warming Swindle" þar sem hefur verið sýnt fram á að hann sé stundum að nota 20 ára gömul línurit og merki "now" við endann á þem. 

Kíkið á þetta, og horfið svo á framhaldið með því að klikka á "part1, part2 ..." til hægri. 

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Morten Lange

Góð spurning, og gott framtak að hringja, Sigurður !

Morten Lange, 12.10.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband