Pólitísk samtrygging

Ný ríkisstjórn virðist vera í burðarliðnum þrátt fyrir hópúrsagnir og háværar mótbárur fjölmargra kjósenda VG. Af því tilefni væri ekki úr vegi að vitna í ágætt viðtal við Eirík Tómasson frá árinu 2009 sem Lára Hanna Einarsdóttir gróf upp eins og henni einni er lagið. Þar sagði Eiríkur m.a.:

"Íslenskir stjórnmálamenn þeir hafa verið hrifnir af ráðherraræðinu vegna þess að keppikefli íslenskra stjórnmálaflokka, þetta er mjög áberandi síðustu áratugina, hefur verið að komast í stjórn og fá ráðherra. Og þegar þeir eru búnir að koma ár sinni þannig fyrir borð vilja þeir að sem minnstar hömlur séu á ráðherraræðinu."

Og Eiríkur vissi greinilega hvað klukkan sló:

"Þó að ýmsir stjórnmálamenn íslenskir vilji breytingar, ég virði það, þá er það þannig að pólitíska samtryggingin hún er á móti breytingunum. Nú óttast ég að menn muni sjá til þess að það verði ekkert úr þessu stjórnlagaþingi vegna þess að stjórnlagaþingið er auðvitað ógn við pólitíkina eins og hún hefur verið."


mbl.is Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband