Bjarnfreðarson mættur?

Þegar ég heyrði Steingrím J. enn eina ferðina í gær halda því fram að þetta væri allt á misskilningi byggt og að Mishcon de Reya hefði ekki haft öll gögnin undir höndum var mér hugsað til þess hvað óráðsían er mikil á Alþingi. Ekki þurfti minna en tvær erlendar lögfræðistofur til að semja álit um Icesave og ekki talið ásættanlegt að ráða íslenska lögfræðinga til verksins sem bæði væru ódýrari og fengju ekki greitt í erlendum gjaldeyri. En í alvöru talað, trúir því nokkur einasti maður að mikilvægt gögn hafi ekki verið látin fylgja? Er ástandið virkilega svona slæmt í stjórnsýslunni Steingrímur?

5 háskólagráðurHins vegar vita íslenskir stjórnmálaskörungar lengra en nef þeirra nær og láta ekki virtar lögfræðistofur slá sig út af laginu. Flokkslínur eru jú skýrar og þeim ber að fylgja þegar þingmenn fylgja sannfæringu sinni. Það má alltaf notast við smjörklípuaðferðina og benda á formgalla eða eitthvað allt annað ef niðurstöður eru ekki flokknum þóknanlegar.

En á sama tíma og verið er að eyða tugum milljóna í lögfræðiálit sem alþingismenn flestir láta sér í léttu rúmi liggja er verið að skera niður arðbær störf og lífsviðurværi fjölda fólks svo ekki sé minnst á blessað velferðarkerfið. Hvers vegna er t.d. verið að murka lífið úr íslenskri kvikmyndagerð?


mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Margt líkt með skyldum.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.12.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er sagt að skallinn á Georgi sé fenginn að láni hjá Steingrími J.

Einar Þór Strand, 23.12.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband