Utanþingsstjórn, þó fyrr hefði verið

Ef þessar fréttir eru réttar (ég trúi ekki öllu sem Mogginn segir) þá er tími ríkisstjórnarinnar á þrotum. Miklar væntingar voru bundnar við þessa stjórn og því eru vonbrigðin að sama skapi mjög mikil. Hvar eru aðgerðir til bjargar skuldugum heimilum? Hvar er stjórnlagaþingið? Hvar er gagnsæið í stjórnsýslunni? Hvar er réttlætið? Hvar er framtíðarsýn þessa fólks?

Að vísu vil ég hrósa umhverfisráðherranum fyrir að sýna kjark og standa undir nafni. Því miður er ekki það sama hægt að segja um aðra ráðherra.

Nú kemur líklega til kasta Alþingis enn eina ferðina en ef þessi ríkisstjórn fellur í kjölfarið þá mun ég ekki syrgja hana. Það þýðir þó ekkert að bjóða upp á annan kokteil með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn. Utanþingsstjórn er það eina sem fólk gæti mögulega sætt sig við og þó fyrr hefði verið!


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já stjórnmálamenn virðast vera ónýtir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2009 kl. 02:13

2 identicon

Eins og þú veist, kæri félagi, þá hef ég ENGA trú á stjórnmálum í þessu landi. Lög eru keyrð í gegn, sem alls ekki ætti að setja (sbr. milljarða skattaafslátt til þeirra sem höndla með hlutabréf - sett snemmárs í fyrra og kostuðu Ríkissjóð amk. 40 milljarða, eða það var metið þá), reka fólk úr landi, með valdi, án þess að skammast sín.

Fasistaríkið Ísland hefur verið við lýði of lengi - og það þarf byltingu til þess að breyta hlutunum. Kosningar gera ekkert nema að hræra upp í sama skítnum, sem vill oft setjast í sömu hrúgurnar fljótlega á eftir.

Stjórnmálalífið er helsjúkt - stjórnmálamenn virðast hafa minni á við kartöflu...

Er nema von að ég hafi verið reiður í mörg ár; fólk hefur ekki viljað sjá þetta, fyrr en því var troðið ofan í kok af þeim af mesta efnahagshruni samfélagsins í skráðri sögu okkar.

Að mínu mati, þurfum við að koma á bráðabyrgðar-utanþingsstjórn, sem hefur aðeins eitt að markmiði; nýja Stjórnarskrá. Og í þeirri stjórn mega ENGIR stjórnmálamenn eiga sæti! Þeir eru svo spilltir, flestir þeirra, að þeim væri ekki treystandi til að taka ákvörðun um staðsettningu almenningssalerna, hvað þá meir.

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 06:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kjánaleg tillaga... þú ættir að vita að utanþingsstjórn þarf að byggja vald sitt á meirihluta Alþingis... stjórnkerfi okkar er nefnilega þingbundið lýðræði og stjórn sem ekki hefur meirihluta alþingismanna á bak við sig er valdalaus.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón Ingi, ég veit ósköp vel að Alþingi hefur síðasta orðið. Vandinn er bara sá að fólk er löngu búið að missa trú á því fólki sem þar situr og gasprar daginn út og inn. Að mínu mati þarf að kalla til e-s konar öldungaráð - vammlaust fólk sem ekki er litað af öldugangi stjórnmálanna og flestir líta upp til. Við höfum alls ekki efni á stjórnarkreppu eða innbyrðis baráttu.

Sigurður Hrellir, 18.10.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband