Blórabögglar

Í ballarhafiÍ dag er sorgardagur því að meirihluti Alþingis hefur lagt blessun sína yfir að almenningur sé gerður ábyrgur fyrir glæpsamlegri starfsemi einkaaðila. Fulltrúar smáþjóðar norður í ballarhafi hafa samþykkt að gera þjóð sína að blóraböggli í vanhugsaðri reglugerð ESB þrátt fyrir að öll réttlætissjónarmið séu fyrir borð borin. Þau lögðu hart að sér að útbúa alls kyns fyrirvara sem breskir dómstólar geta stungið undir stól en hversu hart lögðu þau að sér að ná eyrum annarra Evrópuþjóða til að útskýra stöðu Íslands og krefjast sameiginlegrar ábyrgðar?

Illt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Forsetinn er klappstýra útrásarvíkinga og best geymdur í þeirra hóp. Líkurnar á að hann neiti að skrifa undir eru engar.

Sigurður Hrellir, 28.8.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ólafur breytir þessu ekki, það er alveg klárt.  Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var að Þór Saari skuli ekki hafa greitt atkvæði gegn þessu.  Það verður afar fróðlegt að sjá hans útskýringar á því. 

Jón Kristófer Arnarson, 28.8.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já það er nú eitt það undarlegasta í öllu þessu máli, að samist hafi um að Bretar hafi lögsöguna ef til ágreinings kemur...

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.8.2009 kl. 22:07

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sorgar dagur, við eigum að borga skuldir óreiðumanna.  Gróðinn var einkavæddur tapið Þjóðnýtt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband