Jón eða séra Jón

Þetta er enn og aftur spurning um réttlæti. Hvorki Guðmundur Andri né ég áttum kost á kúluláni fremur en almennir borgarar í þessu landi þegar við fjárfestum sparifé okkar í fasteignum. Valið stóð á milli þess að taka verðtryggð lán á háum vöxtum eða gengistryggð lán nokkuð lægri vöxtum. Bankarnir sömdu lánasamningana einhliða og bjuggu svo um hnútana að áhætta þeirra var engin. Þeir voru bæði með belti og axlarbönd en okkur var gert að setja allt að veði, ekki bara umræddar fasteignir heldur allt.

Þrátt fyrir þetta tókst stjórnendum bankanna ekki að halda þeim á floti. Frjálsi Fjárfestingarbankinn er rekstrarlega liðið lík og er það með ólíkindum miðað við það sem að ofan er lýst. Okkur sem fjárfestum að hluta til með lánsfé frá bankanum er nú sagt að við séum ekki "fjárfestar" samkvæmt skilgreiningu bankans og þess vegna ekki þess verðir að semja um yfirtöku okkar eigin skulda. Kúlulána-Kristján fengi hins vegar aðrar móttökur enda nokkuð vel giftur. Það er ekki sama að vera Jón eða séra Jón í þessu landi, það er margsegin saga.

Engu að síður mjög góð hugmynd hjá Guðmundi Andra svo langt sem hún nær.


mbl.is Vilja taka yfir Frjálsa fjárfestingabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband