Trúverðugleiki

Hollensk stjórnvöld segjast ekki eiga aðild að væntanlegum málaferlum hollenskra innistæðueigenda gegn íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort þau hafi ekki beðið fulltrúa innistæðueigenda um að hinkra þangað til Alþingi hefði afgreitt ríkisábyrgð vegna Icesave skuldbindinga.

ESBHollendingar og bretar stóðu á sínum tíma í vegi fyrir því að Icesave deilan færi fyrir dómstóla og beittu þrýstingi innan AGS til að tefja fyrir afgreiðslu lánsins þar. Með því var Íslendingum stillt upp við vegg á hranalegan hátt með óásættanlegri framkomu.

Reglugerð ESB um innistæðutryggingar reyndist meingölluð og alls ekki til þess fallin að fást við kerfishrun. Úr því sem komið er væri hið eina rétta að Evrópusambandið féllist á að hlutast til um málið og koma Íslendingum til aðstoðar. Ennfremur ætti Evrópudómstóllinn að gera úttekt á löggjöfinni og álykta um málið.

Það er ekki í anda Evrópusambandsins að króa aðildarþjóðir (hvorki ESB eða EES) úti í horni og setja á hausinn. Trúverðugleiki sambandsins og innri markaðarins er einfaldlega í húfi og málið miklu stærra en það virðist vera.


mbl.is Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband