Sturta niður!

Sturta niður!Það hlýtur að vera mjög alvarleg stífla í Alþingishúsinu. Þar hefur safnast fyrir  úrgangur af verstu sort sem farinn er að menga allt þjóðfélagið. Nú þarf að losa stífluna og sturta niður. Öllu heila klabbinu. Best væri að byrja á vonarstjörnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni.
 
Auðvitað finnst nafna mínum þýðingarlaust að reynt sé að klína ástandi efnahagsmála á Sjálfstæðisflokkinn.  Flokkinn sem sat í ríkisstjórn sem gerði ekki neitt. Hreint ekki neitt. Ekkert til að koma í veg fyrir hrun alls bankakerfisins. Í nýrri skýrslu Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar segir m.a:
 
Að gefnum fjölda viðvarana sem yfirvöld við yfirvofandi erfiðleikum bankakerfisins kemur auðsætt áhyggjuleysi þeirra á óvart. Það leikur enginn vafi á að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn vissu hvað var að gerast.  Lítið er vitað um opinbera ákvarðanatöku fyrir hrunið. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið virðast kenna hvor öðrum um og ríkisstjórnin hélt því fram að hún hafi ekkert vitað og skellti skuldinni á alheimskreppuna.
 
Okkur þykir þetta ekki sannfærandi. Slíkt yfirvofandi allsherjarhrun hlýtur að hafa verið rætt af allri ríkisstjórninni.  Það er því skoðun okkar að stjórn og stjórnendur Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins ásamt öðum yfirmönnum þar hafi vitað hvað var að gerast.
 
Á sama hátt hljóta allir ráðherrar ásamt yfirmönnum fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og forsætisráðuneyti að hafa vitað hvað átti sér stað.  Samt sem áður brást ríkisstjórnin ekki við. Hún hefði á öllum tímapunktum getað tekið ákvarðanir sem hefðu mildað endanlega niðurstöðu. Ef ríkisstjórnin hefði brugðist skynsamlega við væri hagkerfið í mun betri stöðu nú.
 
Hlustið á mjög áhugavert viðtal við þessa tvo virtu hagfræðinga í Kastljósinu.
 

mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Best að senda allt liðið með hundum og köttum í ormahreinsun!

Baldur Gautur Baldursson, 10.2.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband