Úðað á kvikmyndatökumann

Er enn verið að úða eitursulli yfir kvikmyndatökumenn? Ekki fæ ég betur séð á meðfylgjandi mynd en að þetta sé tökumaður frá RÚV. Sjálfur var ég vitni að því í gær þegar tökumaður frá mbl.is fékk piparúða beint í andlitið frá taugaveikluðum laganna verði. Brúsanum var beint framan í hann af 50-60 cm færi. Þetta er fólkið sem flytur almenningi fréttir. Hvernig er hægt að sætta sig við svona lagað?
 
Úðað á kvikmyndatökumann

mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú bara þannig að þegar menn eru í hringiðu átakanna og í fremstu víglínu getur verið erfitt að fara í manngreinaálit í hita leiksins. Ef það eitt að vera með myndavél gerði menn friðhelga er hætt við að illa gengi að hemja þennan skrýl sem er að eyðileggja mótmælin fyrir okkur hinum sem erum að mótmæla efnahagsástandinu en ekki að reyna að snapa fæting.

Landfari, 22.1.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Landfari, það mótmælir hver með sínu lagi. Ég er mikill friðsemdarmaður en hef mótmælt flesta daga sem slíkt hefur verið í gangi. Mér blöskraði framganga löggukarla og kerlinga í gær (þriðjudag) og fullyrði að ástandið var hreint ekki eins og þú lýsir þegar úðað var á þennan tökumann. Við stóðum þar að auki báðir við hátt rimlahlið sem aðskildi okkur og svæðið sem löggan hafði rýmt.

Sigurður Hrellir, 22.1.2009 kl. 01:21

3 identicon

Fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef þeir kjósa að fara inn fyrir víglínuna til að ná betra sjónarhorni, er það þeirra ákvörðun og þess vegna er ábyrgðin þeirra. 

Sigurður, gengur þú í veg fyrir aðra vegfarendur á fjölförnum vegum án þess að gera þér grein fyrir hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér?

Þú talar um tagaveiklaða laganna verði. Ég get fullyrt þig um það að upp til hópa eru lögreglumenn yfirvegaðir og sjálfmeðvitaðir á vetfangi. Taugaveiklunin er frekar hjá mannfjöldanum, þegar hann áttar sig loksins á því að hann hefur gengið of langt, svo langt að lögreglan neyðist til að nota táragas.

Því miður virðast menn eins og þú Sigurður, ekki gera sér grein fyrir því að lögreglu menn eru að vinna, þeir eru að fylgja skipunum, þeir eru ekki að beyta úða, gasi eða kilfum í illu, lögreglan hatar ekki glæpamenn eða ofbeldisseggi, þeir einfaldega vinna við að halda uppi lögum og reglu.

Sigurður, hugsaðu áður en þú skrifar!  

JJ (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

JJ, skrifaðu undir fullu nafni ef þú ert maður en ekki mús. Varstu á staðnum? Af hverju dregur þú þessa frásögn mína í efa? Ég veit ósköp vel að þessir menn og konur framfylgja skipunum. Ég vorkenni þeim að vera að lúskra á samborgurum sínum. Það er hins vegar eitthvað mikið að þegar þeir fara fram eins og ég varð sjálfur vitni að í gær.

Sigurður Hrellir, 22.1.2009 kl. 01:32

5 identicon

Það er hreint ótrúlegt að sjá sumar þessar myndir. Vissulega eru meirihluti lögreglumanna að gera sitt allra besta í erfiðum aðstæðum og þeirra starf er ekki öfundsvert. En það eru sumir sem virðast ganga allt of langt, og úða piparúða á myndatökumenn af stuttu færi þegar það er augljóst að um fréttamenn er að ræða er einfaldlega bara stórhættulegt. Fréttamenn hafa rétt til þess að mynda án þess að þeir séu skotmörk lögreglu. Piparúði getur valdið varanlegum augnskaða og lögreglan á ekki að úða honum beint í andlit. Það hafa náðst margar myndir af þessum ákveðnu atvikum og þessa menn sem eru þar að verki á að sækja til saka.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:19

6 identicon

Sigurður Hrellir... er það fullt nafn?? Ég veit ekki betur en það séu menn hinum megin við línunna sem sé að nýta sér nafnleysi. Sumir ganga svo langt að hylja andit sín sem mér þykir mjög miður.

Maður sem ekki vill þekkjast, er maður sem hefur eitthvað að fela!

Ég er búinn að fylgjast með þessu en úr hæfilegri fjarlægð. Og mér dettur ekki í hug að vera of nálægt þessum hettuhlædda skríl sem hylur andlit sitt því það hefur sannað sig að þar er ekki von á góðu. Þegar svo einstaklingur í þessum andlitslausa hóp ræðst á lagana verði, í skjóli allra hinna sem hilja ásjónu sína. Þá er ekki hægt að tala um neitt annað en að lögreglan hafi orðið fyrir árás af öllum hópnum, því án hettunar sinnar og slæðunar þá er þessi skríll og huglaus til að ráðast á lagana verði. Þegar svona stendur á verður lögreglan að verja sig og dreifa úr hópnum og það verða alltaf einhverjir "saklausir" fyrir því að vera á röngum stað á röngum tíma.

Ég legg til að alvöru mótmælendur myndi sinn egin hóp, og meini þessum anditslausu meindýrum að standa í sínum hópi. sjáum svo hvort einhverjir alvöru menn verða fyrir nokkrum skakkaföllum, eða hvort vændræðin eiga eingöngu við huglausu, andlitslausu mýsnar.

Einnig þikir mér leiðinlegt að heyra landan tala um landsmenn vs. lögreglan. Lögreglumaðurinn er bara launþegi að vinna sína vinnu. Hann er hugsanlega fjölskyldumaður sem lifir ósköp venjulegu lífi og nær öruggt að einhverjir þeirra eru skoðunar-bræður/systur mótmælenda þangað til þeir fá ganstéttarhellu í andlitið sem mölvar kinnbein og nokkrar tennur úr andlitinu svo hann/hún hlýtur varanlegan skaða af..... þá er erfitt að dæma framgang lögregglunnar.

Ásgeir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:22

7 Smámynd: Landfari

Ég tek undir með Ásgeiri að það er nauðsynlegt, ef þessi mótmæli eiga ekki að koðna niður í skrílslæti fárra ofbeldiseggja að alvöru mótmælendur aðgreini sig frá þeim með afgerandi hætti.

Annars er stór hætt á að það verði ekkert mark tekið á þessu, því þeir sem eru í þessum ofbeldisverkum eru ekki að mótmæla efnahagsástandinu. 

Landfari, 22.1.2009 kl. 08:38

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Ásgeir Ásgeirsson, ekki dónalegt nafn það. Það hefur vakið furðu mína að margir sem hamast við að gagnrýna mótmælendur með grímur skrifi sjálfir undir nafnleynd. Það er líka ábyrgðarhluti að senda frá sér skrifað mál, líkt eins og skilaboð mótmælenda á vettvangi. Svo virðist sem hinn harðsnúni kjarni sem stendur vörð um ríkisstjórnina og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn sé í raun "hettuklæddur skríll" þegar hann lætur ókvæðisorð dynja á mótmælendum undir nafnleynd. En nóg með það.

Þú talar um "alvöru mótmælendur" sem mér finnst bera vott um ákveðinn hroka. Eru það þá "alvöru mótmælendur" sem hafa staðið á Austurvelli 15 laugardaga í röð án þess að hlustað væri á þá af stjórnmálaelítunni? Vilt þú áfram vera í þeirra hópi og norpa á Austurvelli 2 ár í viðbót? Velja menn ekki þær aðferðir sem þeir telja líklegar til árangurs? Sumir ganga jafnvel svo langt að brjóta lög þegar hina friðsamlegu og hljóðlátu aðferðir skila litlum árangri. Sjálfur hef ég ekki gengið lengra en svo að standa og slá á pönnu eins nálægt Alþingishúsinu og ég komst. Það er ekki að brjóta lög.

Mér finnst mjög leitt þegar aðgerðirnar fara að snúast upp í átök milli lögreglu og mótmælenda eins og gerst hefur sl. 2 nætur. Mótmælin snúast fyrst og fremst um valdasetu ábyrgðarlausra og vanhæfra stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og skort á réttlæti. Lögreglumenn eru bræður okkar og systur og þeirra hlutverk er fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir að allt fari í bál og brand. Til þess þarf að fara fram af yfirvegun því að minnstu valdbeitingartilburðir virka eins og olía á eldinn. Það er auðvitað óverjandi að kasta grjóti að þessu fólki en því miður eru mörg dæmi um meiðsli af völdum lögreglunnar líka.

Nafn mitt er ekkert leyndarmál, það stendur á höfundarsíðu eins og fyrirmæli Moggabloggsins gera ráð fyrir.

Sigurður Hrellir, 22.1.2009 kl. 09:19

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég bendi ykkur á bls. 10 í Fréttablaðinu í dag þar sem sjá má ljósmyndir af þeirri framgöngu lögreglunnar sem ég hef verið að skrifa um.

Sigurður Hrellir, 22.1.2009 kl. 11:20

10 identicon

Sigurður, þú skrifar "Svo virðist sem hinn harðsnúni kjarni sem stendur vörð um ríkisstjórnina og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn sé í raun "hettuklæddur skríll" þegar hann lætur ókvæðisorð dynja á mótmælendum undir nafnleynd"

Ég skal fúslega viðurkenna að ég er Sjálfstæðismaður. Ég harma það ástand sem mæðir á efnahagslífinu í dag en í stað þessa að fara á nornaveiðar og mótmæla, kýs ég að sýna stjórnvöldum langlindi og þolinmæði til að vinna úr þessum erfiðu aðstæðum.

Þú nefnir harðsnúinn kjarna sem stendur vörð um ríkisstjórnina. Fólk hefur mismunandi skoðanir og út frá þeim tekur það sér málstað. Þú hefur greinilega kosið að leggja stjórnarandstöðunni lið. Þrátt fyrir það að ég sé þér ekki sammála, sé ég ekki tilefni til þess að nefna þig einhverjum nöfnum eða skilgreina þig og þína líka á einn eða annan hátt. Þú hefur hefur tekið þér þinn málstað út frá þínum skoðunum, ég virði það þó ég sé þér ekki sammála. Mér kemur ekki til hugar að kalla þig harðsnúinn eða þar fram eftir götunum.

Ástæða þess að ég ákvað að svara þér er einfaldlega sú að það fer fyrir brjóstið á mér hversu litla virðingu þú virðist bera til lögreglu þessa lands. Í lögreglunni eru menn og konur sem eru tilbúin til að leggja líf sitt í hættu til að tryggja öryggi hins almenna borgara. Lögregla vinnur út frá ákveðnum protocols. Protocol er reglur sem beina því hvernig ákveðið atferli er framkvæmt. Það er til dæmis til protocol sem segir til um hvernig eigi að bregðast við umferðaslysi eða húsleit. Í þessu tilfelli er lögreglan að framfylgja protocol sem segir til um hvernig best sé að hafa stjórn á fjöldamótmælum. Protocol getur verið þrepa skipt í þessu tilfelli miðast það væntanlega út frá áhættuþáttum. Lögreglu menn og konur eru manneskjur og þess vegna er eðlilegt að tilfinningar hvers og eins geti haft áhrif á hversu vel þeim tekst að framfylgja starfsreglum. Ég get nær fullyrt að þau protocol sem lögreglan vinnur eftir, gerir ráð fyrir mannlegum mistökum sem geta átt sér stað þegar þeim er framfylgt. En upp að vissu marki. Ef einstaklingur innan lögreglunar fyrir yfir þessi mörk er ég viss um að tekið verði á því með fullri alvöru.

JJ aka Guðmundur Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:34

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Guðmundur, það kann vel að vera að ég hafi sýnt lögreglunni eitthvað virðingarleysi síðustu daga, enda er mjög erfitt og óskipulagt ástand sem skapast í þessum mótmælum. Hins vegar get ég lofað þér að samúð mín með þeim hefur aukist mjög mikið eftir atburði sl. nætur og gjörsamlega óásættanlegar hótanir í þeirra garð.

Ég vil benda á að allir geta bætt sig og sína hegðun og finnst mér að margt jákvætt hafi gerst sl. sólarhring, bæði þegar mótmælendur vörðu lögreglu fyrir grjótkasti og eins þegar þeir tóku ábyrgðina í sínar hendur nú í kvöld til að lögreglumenn gætu farið heim og hvílt lúin bein. Vonandi verður þetta öllum þörf áminning og vonandi þurfum við ekki að standa og mótmæla marga daga í viðbót.

Sigurður Hrellir, 23.1.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband