Eigum við ekkert betra skilið?

Eitt af því fáa jákvæða við stöðuna í dag er að stjórnmálin hljóta að fara í algjöra endurnýjun lífdaga. Það er óhugsandi að fólk sætti sig við meira af því sama - þessa þrasgjörnu karla sem stæra sig af stöðugleika og velferð þegar vel árar en eru svo með buxurnar niður um sig strax og á móti blæs.

Af hverju var ekki eðlilega staðið að einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna? Hvað var gert við peningana sem fengust fyrir sölu þeirra? Var þeim hyggilega veitt til að auðvelda fólkinu í landinu að lifa og starfa? Hvar er stóra planið??? Það hlýtur t.d. að vera markmið að gera Ísland minna háð innfluttri olíu. Af hverju ekkert raflestarkerfi?

Ætli Héðinsfjarðargöng og hálfbyggt tónlistarhús í miðju Reykjavíkur verði ekki minnisvarði um þessa þaulsetnu stjórnmálamenn sem skömmtuðu sér sérstök lífeyrisréttindi og verðlaunuðu sífellt sig og sína en hirtu lítið um að passa upp á þjóðina sem kaus þá aftur og aftur og aftur og aftur......


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var að reyna að lesa þetta sem að þú skrifaðir þarna í lokin :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Kjartan, það er alveg hægt að lesa þetta og því miður kjósum við AFTUR OG AFTUR yfir okkur bjálfa með buxurnar á hælunum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Góðar kveðjur til ykkar á Spáni! Njótið nú daganna áður en þið komið aftur í íslenska haustið

Anna Karlsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Já ... nú sé ég hvað stendur þarna og það er að kjósa ekki þá sömu aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur ...ZZzzzzzz........

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir góðar kveðjur. Það verður ágætt að gleyma íslenskum veruleika í nokkra daga. Ég segi því bara "hasta la vista" ...ZZzzzzzz........

Sigurður Hrellir, 11.10.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband