Eiginhagsmunaseggir

Skyldu þessir blessaðir 4x4 menn aldrei velta því fyrir sér að kaupa sparneytnari bíla? Það væri ágæt mótvægisaðgerð og minnkaði CO2 útblástur að auki. Reyndar mæli ég með reiðhjólum fyrir þá. Sjálfur hef ég hjólað margar ferðir á hálendinu og mæli mjög eindregið með þeim ferðamáta.

Ef ríkið lækkar bensíngjald til að koma til móts við kröfur jeppamanna færist skattbyrðin einungis yfir á okkur hin því að kostnaður við viðhald vega er gífurlegur og ósanngjarnt að hann sé í auknum mæli greiddur af þeim sem láta skynsemina ráða.


mbl.is Loka fyrir umferð olíubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég átta mig ekki á hver er eiginhagsmunaseggur - jeppamenn (ég) eða þú, sem ert að skikka aðra til að leggjast í þitt form, ekki erum við að skammast yfir því að þú sért að hjóla.

Borgum við sem eiðum eldsneyti ekki aðra skatta líkt og þú?

Ólafur Tryggvason, 4.4.2008 kl. 08:35

2 identicon

Mér finnst undarlegt að þú skulir halda þetta.  Eiginhagsmunaseggir...

Er ekki frekar verið að mótmæla því að frá áramótum hefur bensínverð hækkað rosalega... Ríkið fær miklu meira inn í ríkiskassann.... Á ríkið að hagnast af svona verðbreytingum? 

Með það að þetta hækki álögur á aumingja þig.  Getum við verið sammála um að leikskólakennarar og grunnskólakennarar eigi að fá hærri laun? ---- Neibb, það gæti hækkað skatta fyrir þig.  Og ekki viljum við það, allavega ekki fyrir þig.

Sælir eru þeir sem mótmæla.  Þeir hafa allan minn stuðning. Þeir eru að mótmæla fyrir mig og fleiri.

Braginn (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Jói Bjarni

Ég verd ad segja ad eg er langt fra thvi ad vera sammala ther Sigurdur..

Jói Bjarni, 4.4.2008 kl. 08:45

4 identicon

Kæri vinur við erum ekki að þessu til að fá ódýrara eldsneyti á jeppana okkar. Við erum að berjast fyrir þessu til að lækka eldsneytiskostnað á litlu bílana okkar enda notum við þá mun mun meira en stóru jeppana. Við leituðum til FÍB til að taka þátt í friðsamlegu mótmælunum okkar sem fóru fram niðurá Austurvelli en þeir afþökkuðu. Landsmenn eiga engin samtök sem eru til í að berjast fyrir þessu og því tökum við upp málstaðinn þar sem við erum öflugur hópur og tilbúin til að berjast fyrir fólkið í landinu. Einn og einn maður hér og þar um bæinn sem er ósáttur getur lítið gert en samstilltir hópar geta náð fram sínum kröfum. Þetta er fyrir landsmenn alla. Ekki jeppamenn

Axel Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: Geir G

Það má nú alveg færa rök fyrir því líka að jeppamenn (ég) noti vegi minna heldur en t.d meðalfjölskyldan á fólksbílnum.  Oft eru jepparnir notaðir mjög lítið á virkum dögum (nema í ófærðum), eru svo teknir út um helgar og þá er ekið skemmstu mögulegu leið á malbikuðum vegi og þar er farið út af og eytt helginni eða deginum á vegaslóðum upp á hálendinu.

Viljum við ekki líka búa í þjóðfélagi þar sem við getum leyft okkur að gera það sem okkur langar til á meðan það stangast ekki á við lög og reglur. 

Ég nota nú annars reiðhjólið mitt ansi lítið en ég veit ekki betur en að mínir skattpeningar (útsvar) hafi farið í að borga upp hjólreiðarstíga og annan aðbúnað sem ég nota lítið.  Mér finnst þetta hins vegar allt hluti af því að gera þjóðfélagið þannig að það henti öllum og því er ég ekki að agnúast út í það.

Geir G, 4.4.2008 kl. 08:48

6 identicon

Eiginhagsmunaseggir eru sem dæmi þeir sem sólunda dýrmætri og mengandi olíu á jeppana sína í innanbæjarakstur og krefjast þess í ofanálag með ofbeldisaðgerðum gegn almenningi - í krafti stærðar sinna bíla - að sameiginlegir sjóðir alls almennings séu rírðir til þess að koma til móts við varanlegar hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu.  Að benda í bloggfærslu á kosti eigin lífsmáta, eins og höfundur gerir hér, er bara hreint ekkert sambærilegt, en athugsemd þín, KING, lýsir því kannski hversu djúpt sokkinn þú ert - eða ég skal ekki segja.

Þú ert kóngurinn! 

BB (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég held að þið sem eruð að mynda ykkur skoðun á jeppamennsku ættuð að kynna ykkur málin áður en þið tjáið ykkur.

sem dæmi er vert að skoða þessa frétt á MBL.is http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/04/afjadir_i_islenska_jeppa/ 

Ólafur Tryggvason, 4.4.2008 kl. 09:37

8 identicon

Úfff... Miðað við rök stuðningsmanna 4x4 fyrir þessu þá held ég að þeir hafi orðið fyrir heilaskemmdum af CO2 útblæstri.  Þeir geta bara selt bensín/olíu -hákana og fengið sér minni bíl.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Alltaf gaman að sjá menn setja sig á háan stall...

og svo er góður pistill frá Ómari um jeppamennsku http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/ 

Ólafur Tryggvason, 4.4.2008 kl. 10:11

10 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvað margir íslendingar eru þröngir.

Jeppa fólk (ég) ferðast um á jeppum til að komast það sem aðrir komast ekki á hjólum (væri gaman að sjá einhvern hjóla upp á heklu eða einhverja jökla). á meðan þið eiðið hundruðum þúsundaí utanlandsferðir þá skoðum við það land sem við búum á á meðan flestir aðrir vita ekki einu sinni af þeim stöðum sem við förum á..

svo má líka minnast á það að það eru ekki bara jeppa menn (ég) og vörubílstjórar sem munu finna fyrir létti í veskinu heldur líka þið sófa mótmælendur sem gera ekkert annað en að blogga um það sem aðrir eru að reina að gera eitthvað í..

andri (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:16

11 identicon

Nei það er ekki rétt Bragi að ríkið hali inn miklu meira af peningum af eldsneytisgjöldum af því að verðið hafi hækkað. Þessi gjöld eru föst krónutala per líter. Virðisaukaskatturinn hefur auðvitað hækkað með verðinu en það á nú við um allt annað líka sem hefur hækkað í verði.

Eldsneytisgjöldin eru afnotagjald vegakerfisins, ég get ekki séð neina sanngjarnari leið til þess að fjármagna uppbyggingu og rekstur þess en að taka gjald af notendunum í samræmi við notkun. Þeir sem ætlast til þess að eldsneytisgjöld verði lækkuð eru að biðja þá sem sólunda ekki eldsneyti í vitleysu að niðurgreiða eigin sukk. Öll vestræn ríki að Bandaríkjunum undanskildum taka háa skatta af eldsneyti (víðast hvar hærri en tíðkast hér á landi) ekki bara til þess að fjármagna vegakerfið heldur einnig til þess að reyna að draga úr neyslunni á takmarkaðri auðlind og mengun vegna notkunar hennar. Er það til of mikils mælst að Íslendingar taki þátt í siðmenningunni?

Ef fólki finnst að ríkissjóður hafi efni á því að minnka skattheimtu hvernig væri þá að byrja á réttum stað og hækka persónuafslátt verulega og lækka virðisaukaskatt (sem auðvitað lækkar eldsneytisverð eitthvað líka). Það hjálpar þeim sem hafa minnst á milli handanna í þessu samfélagi miklu meira en lækkun eldsneytisgjalds sem hjálpar fyrst og fremst gráðugum jeppaköllum og flutningafyrirtækjum.

ra (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:16

12 identicon

Það er rétt að taka fram að með gráðugum jeppakörlum á ég fyrst og fremst við eigendur þungra  lúxusjeppa sem nota þá aðallega í borgarsnattinu. Blöðrujepparnir sem notaðir eru í hálendisferðum mættu mín vegna fá að kaupa gjaldfrjálsa litaða olíu, enda má færa rök fyrir því að þeir noti ekki vegakerfið að sama skapi og aðrir. En því fylgir auðvitað líka að þessi tæki eigi ekki að sjást í almennri umferð!

ra (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:22

13 Smámynd: Ísdrottningin

Það er svo mikill hroki og vanþekking á jeppamennsku í gangi hér að ofan að maður getur ekki annað en fyllst vorkunn í ykkar garð.  En á hinn bóginn get ég kannski ekki neitað því að það eru til menn sem eru á dýrum flottræfilsjeppum, eingöngu til innanbæjaraksturs en ég fell ekki í þann hóp.

Ísdrottningin, 4.4.2008 kl. 10:28

14 identicon

Er ekki gott mál að einhverjir séu tilbúnir að mótmæla? Það hlítur að koma öllum til góða. Eða eigum við bara að leifa verðinu að fara endalaust upp og kaupa okkur reiðhjól? Gerið ykkur grein fyrir að þarf eldsneyti á rútur, leigubíla, flugvélar, skip og öll samgöngutæki sem ég býst við að hjólreiðamaðurinn þurfi að nýta sér einhverntímann á lífsleiðinni. Þetta hefur áhrif á bókstaflega allt, matarverð, íbúðarverð, hjólreyðaverð og allt sem flutningur með faratækjum kemur við sögu. Er ekki bara gott mál að einhverjir fórni tíma og peningum í að mótmæla fyrir okkur hin. Hættum að mótmæla mótmælum.

Halldor Hauksson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:32

15 Smámynd: Landfari

Það sem mér finnst gáfulegast við þessi mótmæli við olíufelögin er að loksins erumótmælin farin að beinast að þeim sem hafa eitthvað með hækkanirnar að gera.

Að loka vegum fyrir almenning á háannatíma til að mótmæla bitnar á almenningi sem hefur ekkrt með þessar hækkanir að gera. Ríkið hefur ekki hækkað eldsneytisgjaldið um krónu og því kjánlegt að flauta fyrir utan alþingi eða fjármálaráðuneitið. Vaskurinn hefur auðvitað hækkað í krónum talið en flutningabílstjórarnir fá hann hvort sem er endurgreiddann. En að ríkið hagnist á hækkuninni er náttúrulega bara vittleysa hjá þeim sem það halda. Það er marg búið að benda á það að þú eyðir ekki þúsund kallinum sem fór í dýrara bensín líka í nýja peysu eða annað sem einnig ber VSK.

Olíufélögin eiga þátt í þessari hækkun því þeir fá fleiri krónur núna fyrir hvern seldan lítra en áður. Stærsta þáttinn eiga náttúrulega olíuríkin en kanski erfitt að mótmæla þein héðan.

Besta leiðin til að mómæla háu vöruverði er náttúrulega að sleppa því að kaupa vöruna. Ef það er ekki hægt þá kaupa eins lítið og mögulegt er.

Landfari, 4.4.2008 kl. 12:14

16 identicon

Ég var þarna með þeim á minni skoda octaviu áðan, helmingur bílana sem voru þarna voru fólksbílar þannig að það er ekki alveg rétt að það hafi eiginlega bara verið jeppar þarna. Mér finnst þetta bara frábært, loksins þorir einhver að mótmæla og sýna samstöðu í þessu landi.

Þessi hækkun kemur niður á okkur öllum, ef trukkabílstjórar þurfa að hækka sína verðskrá út af háu olíuverði þá bitnar það á öllum í landinu því þessu atvinnutæki eru nauðsynleg í þjóðfélaginu.

Anna Lára (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:28

17 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir margar fínar athugasemdir. Það er sjálfgefið að þeir sem aka um á bensínþyrstum bílum kvarta manna mest yfir háu eldsneytisverði. Þeir vilja skiljanlega lækka þann reikning en það er eins og þeir átti sig ekki alveg á samhengi hlutanna. Peningar til vegabóta vaxa ekki á trjánum og það er réttlætismál að þeir sem slíta vegunum mest borgi mest. Ég er enginn sérstakur aðdáandi hárra skatta en tel þá vera af hinu góða ef þeir virkja hvetjandi fyrir fólk að sýna aðgæslu og samfélagslega eða umhverfislega ábyrgð. Þannig er ég mjög fylgjandi því að sérstakur skattur sé t.d á nagladekkjum og að bifreiðagjald sé haft í réttu hlutfalli við CO2 útblástur viðkomandi ökutækis. Þeir sem hafa fjárfest í vélarstórum jeppa eða pallbíl eru þessu vafalaust flestir ósammála.

Sigurður Hrellir, 4.4.2008 kl. 15:01

18 identicon

Að sjálfsögðu eiga þeir að borga sem nota. En við skulum samt átta okkur á nokkrum hlutum varðandi hinn alvöru jeppamann. Hann ferðast mest á fjöllum og það að vetrarlagi....semsagt eru ekki endilega að keyra mikið á vegum. Dekk undir stórum jeppa slíta undirlagi minna heldur en á litlum dekkjum (stíga léttar til jarðar). En hvað varðar skattpíningu bíleigenda þá erum við að borga meira en fer í rekstur þjóðvegakerfis. Afgangurinn er notaður t.d. í einkaþotur og fl. Hvað varðar stóru Amerísku pallbílana þá eru þeir að eyða með ólíkindum lítið miðað við stærð. Þannig að það er vert að kynna sér svoleiðis hluti áður en fullyrt er um eyðslu þeirra. En það eru svartir sauðir alls staðar og líka á meðal jeppamanna og sumir, sem eiga sverustu bílana, nota þá mest á hraðahindrunum Laugavegar.

Halldor Hauksson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:15

19 identicon

Kæri félagi, ef aðeins allir þeir peningar sem eiga að fara í vegbætur færu þangað. Peningar sem koma inn með bæði bensíngjaldi og olíugjaldi eru eyrnamerktir lagalega séð í vegaframkvæmdir. Bensíngjald er í dag um 22% af heildarverði og á olíu um 26% af heildarverði staðreyndin er aftur á móti sú að aðeins um 1/3 af þessum pening fer í vegaframkvæmdir... er ekki verið að brjóta lög þarna ??? skólar og sjúkrahús eiga að vera rekin af öðrum skatttekjum ekki satt.

Axel Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:51

20 identicon

Einfaldlega ekki rétt Axel. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af sköttum á bíla (vörugjald á bifreiðum, vörugjald á bensíni, olíugjald og kílómetragjald) námu 30,3 milljörðum árið 2007. Útgjöld til vegamála voru hinsvegar 28 milljarðar (3,5 í viðhald og 24,5 í nýframkvæmdir).

Í raun er það þannig að það er bara bensíngjaldið svokallaða (sem er hluti af vörugjaldinu sem er lagt á bensín) sem er sérstaklega eyrnamerkt vegagerð. Það gjald skaffaði ríkinu 7,3 milljarða árið 2007 sem óumdeilt er að sé notað til vegagerðar.

ra (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband