Tilbúnar breytingar læstar ofan í skúffum ráðamanna

Eins og margir muna bauð Alþingi kjósendum að taka afstöðu til eftirfarandi spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012:

"Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?"

Afgerandi meirihluti þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi eða 66,9%.

Tillögur stjórnlagaráðs leggja til umtalsverðar breytingar á reglum um forsetakjör. Þar er t.d. gert ráð fyrir mun fleiri meðmælendum en nú er, minnst eins af hundraði kosningabærra manna sem gerir líklegast um 2.500 manns núna. Einnig er nokkuð tryggilega séð til þess að meirihlutastuðningur sé við þann frambjóðanda sem nær kjöri ólíkt því sem nú er. Loks er mælt fyrir um að forseti geti ekki setið lengur en í 3 kjörtímabil.

Það kemur tæplega á óvart að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skuli lítið þekkja til nýju stjórnarskrárinnar sem flokkur þeirra reyndi að bregða fæti fyrir og gerir enn. Þar ættu fjölmiðlar að standa vaktina en því er ekki að heilsa þar sem jafnvel sumir sérfræðingar í stjórnmálafræði og stjórnskipunarrétti virðast ekki þekkja vel til nýju stjórnarskrárinnar, hvað þá fjölmiðlamenn sjálfir.

 

Hér eru að lokum þær tvær greinar úr nýju stjórnarskránni sem vísað er til:

 

78. gr. Forsetakjör

Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands.

 

79. gr. Kjörtímabil

Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.


mbl.is Sömu kröfur gerðar frá 1952
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband