50 ára reynsla talar sínu máli

Í grein fjármálaráðherra í Mogganum í dag kemur fram að tillögur um eignarhald á náttúruauðlindum hafi ítrekað verið lagðar fram síðan á 7. áratug síðustu aldar. Rétt er það, þær hafa verið ófáar tillögurnar um stjórnarskrárvarinn eignarétt þjóðarinnar á auðlindum landsins sl. 50 ár. En hvers vegna hefur slíkt auðlindaákvæði aldrei ratað inn í stjórnarskrá? Líkast til vegna þess að engin samstaða var á þingi um orðalag og útfærslu.

Ráðherrann skautar hins vegar algjörlega framhjá þeirri staðreynd að tillögur að nýrri stjórnarskrá með nýju auðlindaákvæði voru lagðar í dóm þjóðarinnar þann 20. október 2012. Til stóð að sú þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram samhliða forsetakjöri vorið 2012 en þáverandi minnihluti (Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) tafði málið með málþófi líkt og lesa má um í endurminningabók Össurar Skarphéðinssonar sem svo vinsælt er að vitna í við ýmis tækifæri.

Auðlindagrein Stjórnlagaráðs kveður skýrt á um þjóðareign þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeigu. Þar er tekið fram að stjórnvöld megi gefa leyfi til afnota eða hagnýtingar til hóflegs tíma í senn en einungis gegn fullu gjaldi. Slík leyfi muni aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 kom fram mjög afgerandi stuðningur kjósenda við tillögur Stjórnlagaráðs og sér í lagi við nýtt auðlindaákvæði. Þar var enginn umtalsverður ágreiningur um orðalag eða útfærslu.

Á 50 árum hefur Alþingi ekki tekist að gera það sem þjóðinni tókst að gera á 4 árum, þ.e. að koma sér saman um nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og reyndar heildarendurskoðun á stjórnarskránni sömuleiðis. Það eina sem þarf að gerast er að alþingismenn virði afgerandi niðurstöður lögmætrar þjóðaratkvæðagreiðslu og hætti að slá ryki í augu fólks. Einnig mættu þeir að skaðlausu hætta að æla yfir meðborgara sína í flugvélum og úr ræðustól Alþingis.


mbl.is Þjóðaratkvæði samhliða kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband