Óskorað vantraust?

Það verður seint sagt að almennt áhugaleysi hafi ríkt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að gegna stöðu innanríkisráðherra. Amk. 5 þingmenn lýstu því yfir fyrir framan sjónvarpsmyndavélar að þeir vildu gjarnan taka að sér þetta erfiða ráðuneyti sem varaformaðurinn skilur eftir sundurtætt og í rjúkandi rúst. En annað hvort gat formaður flokksins ekki gert upp á milli allra þessara kappsfullu þingmanna eða þá að hann treysti engum þeirra nægilega vel.

„Þetta er vanda­söm ákvörðun sem ég stóð frammi fyr­ir. Fyrst og fremst vildi ég fá ein­stak­ling sem nyti óskoraðs trausts okk­ar sjálf­stæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okk­ur enda var hún hér á þingi með okk­ur fram á síðasta ár. Hún hef­ur reynslu úr ráðuneyt­inu, hún er lög­fræðimenntuð, býr hér í Reykja­vík. Reyk­vík­ing­ar hafa sem sagt í sjálfu sér inn­an raða Sjálf­stæðis­flokks­ins ein­ung­is í dag einn ráðherra í þess­um tveim­ur stóru kjör­dæm­um og það er hægt að halda því fram að hún sem Reyk­vík­ing­ur geti verið þeirra full­trúi við þess­ar aðstæður.“

olof_og_bjarni_1250700.jpg

Að vísu er erfitt að sjá hvernig Ólöf Nordal geti talist fulltrúi Reykvíkinga þar sem að hún hætti í stjórnmálum vorið 2013 og flutti til Sviss. Sömu orð mætti nota um forvera Bjarna, lögfræðimenntaðan og reynslumikinn ráðherra sem býr í 101 Reykjavík. En gleðilegt er að heyra að Ólöf skuli hafa náð heilsu eftir svo alvarleg veikindi og vonandi mun hún standa sig betur í starfinu en fráfarandi ráðherra og varaformaður flokksins sem hefur væntanlega gert út af við sinn pólitíska feril.


mbl.is Bjarni ánægður með niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband