Nú reynir á forsetann

Þetta vekur upp ýmsar áleitnar spurningar, ekki verður annað sagt.

Nú reynir á forsetannÍ öllu falli hlýtur að vera efnt til nýrra kosninga til stjórnlagaþings, annað væri óhugsandi.

Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð.

Nú reynir á forsetann að standa skynsamlega að ákvörðunum.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Burt með Steingrím svikara og Jóhönnu vitlausu!

corvus corax, 25.1.2011 kl. 15:58

2 identicon

Hvað kemur ríkisstjórnin framkvæmd kosningarinnar við?  Það þarf ansi einbeittan vilja til að klína þessu á hana.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:21

3 Smámynd: Vendetta

Til hamingju, Ísland, með þennan dóm Hæstaréttar.

Vendetta, 25.1.2011 kl. 16:37

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Jóhanna og Steingrímur fara ekki öðru vísi en að vera dregin út.

Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 18:58

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Bjarki, frumvarp um stjórnlagaþing var stjórnarfrumvarp. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að sömu reglur giltu um þessar kosningar og aðrar kosningar en það hefði mátt sjá það fyrir að ýmislegt yrði frábrugðið, t.d. framkvæmd talningar og tölvuskannaðir seðlar. Þó svo að ekkert bendi til þess að svindlað hafi verið í framkvæmd kosninganna er dómur Hæstaréttar mjög afgerandi og endanlegur. Sjálfur er ég mjög leiður yfir þessari niðurstöðu og tel að nýjar kosningar til stjórnlagaþings sé það skársta í stöðunni. Best væri að notast við utanþingsstjórn þangað til tillaga að nýrri stjórnarskrá lægi fyrir.

Sigurður Hrellir, 25.1.2011 kl. 22:04

6 Smámynd: Pétur Harðarson

Af hverju liggur svona á breytingum á stjórnarskrá? Er það út af auðlindarmálum? Hvers léleg er ríkisstjórn sem þarf á Ingu Lind Karls og Þorvaldar G. að halda til að taka á auðlindarmálum? Ný stjórnarskrá á eftir að nýtast þjóðinni um ókomna tíð og það gengur að láta tíðarandann stjórna ferðinni í þeim málum. Það liggur nákvæmlega ekkert á. Það þarf að halda kosningar sem fyrst. Ég treysti þjóðinni fullkomna til að gefa bæði íhaldinu og vinstri flokkunum langt nef í kosningum. Við megum ekki beygja okkur undir þennan hræðsluáróður að það sé enginn í landinu betur í stakk búinn að stjórna landinu en Jóhanna og Steini J. Kosningar myndu neyða alla flokka til að stokka upp í sínum röðum og það gæfi nýjum færi á að bjóða sig fram.

Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 22:31

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Pétur, það er alveg rétt sem þú segir. Það þarf að vanda sig við nýja stjórnarskrá. Mér hefur þótt allt of stuttur tími vera skammtaður stjórnlagaþinginu.

Sigurður Hrellir, 25.1.2011 kl. 23:52

8 Smámynd: Hjalti Tómasson

Sumt þarf að gerast strax, annað getum við tekið okkur lengri tíma í.

Það þarf til dæmis að tryggja sjálfstæði dómstólanna svo yfir allan vafa sé hafið og um leið aðskilja endanlega löggjafar og framkvæmdarvald.

 Þetta þarf að gerast strax. Öðru vísi mun ekki verða sátt né traust ríkja í þessu samfélagi.

Draumurinn væri líka að geta komið inn í stjórnarskrá stofnun stjórnlagadómstóls sem færi yfir og gæfi út heilbrigðisvottorð um lög sem færu fyrir alþingi, til dæmis hvort þau skarist við stjórnarskrá. Þannig ætti að vera nokkuð tryggt að lög fái raunverulega umfjöllun og vinnslu hjá flutningsmönnum og alþingi áður en þau eru samþykkt og minni hætta á að þau þjóni aðeins einum hópi hagsmunaaðila.

Einnig mætti koma í nýja stjórnarskrá ákvæði um siðferði í opinberri stjórnsýslu og tryggja gegnsæi. Þrátt fyrir loforð þar um virðist kerfið okkar ekki geta starfað án leyndarhjúps og því þarf að breyta.

Stjórnarskrá og alþingi eiga að vera fyrir þjóðina en ekki fámennan hóp stjórnmálamanna sem hingað til hafa komist upp með að túlka lög og reglur þar um að eigin vild.

Hjalti Tómasson, 26.1.2011 kl. 00:07

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurður? Hvað er það sem reynir á forsetann? Hvaða ákvarðanir gæti hann tekið?

Guðni Karl Harðarson, 26.1.2011 kl. 10:09

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Guðni, inni á þingi er reynt að gera ekki mjög mikið úr þessu máli og gömlu möntrurnar kyrjaðar endalaust. Ég tel hins vegar að hér stefni í upplausnarástand. Forsetinn er sá sem á reynir þegar stjórnarkreppa á sér stað. Ef Alþingi getur ekki komist að niðurstöðu fljótlega sem tryggir að stjórnlagaþingið muni taka til starfa, er voðinn vís. Það er þá sem reynir á forsetann.

Sigurður Hrellir, 28.1.2011 kl. 01:32

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Stjórnlagaþingið á ekki að taka til starfa undir þessum kringustæðum Sigurður. Það er alveg á hreinu að ekki er hægt að ganga gegn niðurstöðum Hæstaréttar í þessu máli.

Það þarf að fara yfir reglunar. Setja til að byrja með sérstakar bráðabyrgðareglur vegna persónukjörs. Samhæfa lög vegna kosninga til alþingis við  lög til stjórnlagaþingsins. Laga þau atriði sem hæstiréttur (og kærendur) settu út á. Einfalda allt saman og kjósa upp á nýtt á næsta ári. En ekki með landið sem eitt kjördæmi. Hugsa mætti sér þó prófkjör yfir allt landið og síðan að flokka niður á svæðin eftir það og velja þá efstu á hverjum stað.

Stjórnarkreppa? Það verða einhverjir að taka ábyrgð í þessu máli. Það er alveg á hreinu. Það er óneitanlega skrýtið að 300 til 500 milljóna spreð úr ríkiskassa sé reynt að gera lítið úr. Að það ætli enginn að segja af sér er dapurlegt. Það segir manni að það er ekki ríkistjórnin sem ræður í þessu máli heldur önnur öfl sem ég nenni ekki hér að fara út í umræður hver séu.........

Guðni Karl Harðarson, 28.1.2011 kl. 08:46

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

ég>ríkistjórnin sem ræður í þessu máli

Ég meinti í þessu landi. Vegna þess að það eru svo mörg uppsöfnuð mistök sem stjórnvöld framkvæma án þess þó að taka ábyrgð og segja af sér. Eins og þetta mál tildæmis.

Guðni Karl Harðarson, 28.1.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband