Uppreisnin gegn Fjórflokknum

Eins og við var að búast sjá hvorki blaðamenn Morgunblaðsins né Fréttablaðsins ástæðu til að gera mikið úr stærsta hópnum í þessari skoðanakönnun. Um helmingur aðspurðra var ekki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við fjórflokkinn. Þess í stað er því haldið fram að 43,4% þátttakenda styðji Sjálfstæðisflokkinn sem er auðvitað heilber ósannindi.
 
Annars ætla ég aldrei þessu vant að vísa í orð Guðmundar Ólafssonar hagfræðings úr viðtali á Rás 2 rétt fyrir áramót. Viðtalið er mjög áhugavert og er að finna efst í Spilaranum hér vinstra megin á síðunni, en þar segir m.a.:
 
Freyr Eyjólfsson: "En nú hafa nýlegar skoðanakannanir gefið til kynna að Fjórflokkurinn sé að vinna á ..."
Guðmundur: "Fjórflokkurinn? Það er ekkert að marka skoðanakannanir. Aðalatriðið í skoðanakönnunum, minn ágæti Freyr, er það að þeir sem ekki svara og taka ekki afstöðu, þeim hefur fjölgað alveg rosalega."
Freyr: "Hinn óstofnaði stjórnmálaflokkur er kannski stærstur?"
Guðmundur: "Já." .... "Ég á von á nýjum stjórnmálaöflum sem taka við. Við vitum í sjálfu sér ekki hvernig þetta verður."
 
Guðmundur talar mikið um þá spillingu og misnotkun valds sem fjórflokkurinn hefur stundað og vísar í nýútkomna ævisögu Gunnars Thoroddsen máli sínu til stuðnings. Þessi rúm 20% aðspurðra sem lýstu yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun Fréttablaðsins ættu sérstaklega að leggja við hlustir eða lesa bókina um Gunnar.
 
 

mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband