Þetta eru asnar, Guðjón

Í apríl 2001 fékk Alþingi í hendur umsögn frá Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, þar sem hann varar við því að samkvæmt óbreyttu frumvarpi (til laga um vexti og verðbætur) sé „óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt.“

http://www.visir.is/article/20100313/VIDSKIPTI06/337637238/-1

Lægri vaxtabyrði9 árum síðar virðist sami Guðjón Rúnarsson „ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán“!? Í Fréttablaðinu í dag kallar hann svo enn eftir aðkomu stjórnvalda, í þetta sinn „til að koma í veg fyrir mögulega ringulreið tengdri gengistryggðu bílalánunum“. Ringulreið hverra? Lögin eru skýr og dómsúrskurðir afdráttarlausir. Einnig er það skýrt samkvæmt áliti sérfræðings að dómarnir hafi fordæmigildi fyrir öll gengistryggð lán.

Það er gott til þess að vita að Kristinn H. Gunnarsson sem sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn vorið 2001 og samþykkti umrædd lög eigi ekki lengur sæti í leikhúsinu við Austurvöll. Það er einfaldlega ekki boðlegt að ætla framkvæmdavaldinu að grípa fram fyrir hendur dómsvaldsins í máli sem þessu þar sem eftirlitsstofnanir og kjörnir fulltrúar hafa einfaldlega brugðist skyldu sinni. Það gæti þar að auki skapað gífurlega skaðabótaskyldu fyrir ríkið á hvorn veginn sem færi. Verst er að Kristinn virðist eiga a.m.k. einn skoðanabróður á þingi.

Að lokum mæli ég með Benedikt Erlingssyni í Morgunútvarpi Rásar 2 á föstudögum. Einungis frjálsir menn og fordómalausir tjá sig með þeim hætti sem hann gerir. Eru Íslendingar upp til hópa ó-frjálsir? Hægt er að hlusta á Benedikt í spiladósinni hér á síðunni.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Seinna hrunið er komið okkur verður ekki forðað frá því úr þessu því miður ég reyndi en ekki var hlustað!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband