Reynist Ólafur vandanum vaxinn?

Það hefur verið stórfurðulegt að fylgjast með bæði nýjum þingmönnum og reyndari rembast í gömlu hjólförunum þegar svo mikil þörf er á samstöðu og samvinnu allra sem að Icesave-málinu koma. Að vísu var ágætur samstarfsvilji í sumar sem skilaði fyrra lagafrumvarpinu en Bretar og Hollendingar voru ekki tilbúnir að sætta sig við skilyrðin og svo fór allt í gamla farið.

Forsetinn hlýtur að vera að leita að lausn sem sameinar krafta þings og þjóðar fremur en að ausa olíu á eldinn. Honum er varla stætt á að undirrita lögin, með því væri hann að ganga gegn eigin fordæmi og kalla yfir sig fordæmingu fjölmargra. Með því að undirrita ekki hefst hins vegar atburðarás sem erfitt er að spá fyrir hvert leiðir. Yrði frumvarpið dregið til baka eða færi það í þjóðaratkvæðagreiðslu? Myndu Bretar og Hollendingar einhliða fella samninginn úr gildi eða leita annarra leiða? Yrðu dagar ríkisstjórnarinnar taldir?

O-Ó!Líklegast þykir mér að hann synji lögunum staðfestingar og sé nú þegar að vinna að myndun þjóðstjórnar eða utanþingsstjórnar með þátttöku formanna stjórnmálaflokkanna. Einnig vona ég innilega að hann nýti sitt tengslanet til að ræða við valdamikla aðila innan ESB um að hlutast til um lausn á þessu ömurlega máli. Það er óumdeilt að ESB á hlut að máli sem löggjafi og sendir út slæm skilaboð ef þeir vilja ekki sjálfir taka þátt í að finna lausn sem þjóðirnar geta sætt sig við.

Í öllu falli má draga þá ályktun að íslenska stjórnkerfið ræður ekki lengur við hlutverk sitt og flokkarnir eru að bregðast þjóðinni með sundurlyndi og gamaldags skotgrafapólitík. Það er lífsnauðsyn að setja á fót stjórnlagaþing og fá nýja stjórnarskrá til að fást við málefni 21. aldarinnar á faglegum forsendum.


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu með að forsetinn sé að vinna að myndun þjóðstjórnar?

Páll Blöndal, 4.1.2010 kl. 02:20

2 identicon

Heyr, heyr, loksins kom eitthvað af viti. 

Núverandi stjórnkerfi á Íslandi er fullkomlega gengið sér til húðar, lengra verður ekki komist nema þá bara beint fram af bjargbrúninni.  Og leiðin tilbaka gengur ekki heldur með þessum gömlu aðferðum sem virðist það eina sem íslenskir pólitíkusar tileinka sér um leið og þeir komast á Alþingi.

Vonandi tekur Ólafur Ragnar hér í taumana og stoppar þetta rugl (einsog það horfir við okkur þegnunum) og setur á stofn nýtt kerfi með myndun þjóðstjórnar með HÆFU FAGFÓLKI í anda þjóðfundarins á dögunum.

Baráttukveðjur Guðbjörg Þ.

Guðbjörg Þórðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 02:23

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

þessi frestun hjá þessum auma forseta er þvílíkur sýndarleikur að hálfan væri nóg.   Þetta verður fullkomnað þegar gjörspilltur og heimskur forsetinn stimplar lög ennþá heimskari og spilltari alþingis hins ömurlega, gjörspillta og gjaldþrota bananalýðveldis sem þetta  vesældarlega útsker er, Ísland.  Megi það sökkva í sæ hið fyrsta.

Guðmundur Pétursson, 4.1.2010 kl. 04:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þeta Siggi. Gott að vera dús við gamlan vin. Ég bendi þér á bloggið mitt, þar sem ég tek saman álit bresks og hollensks almennings á vef BBC. Meira að segja þar eru menn á móti Icesave.  Hvað segir það okkur? Þetta er universal réttlætismál. Skora á alla að lesa þessar athugsemdir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2010 kl. 07:03

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir síðast nafni.

Ég vil trúa því að forstinn sendi málið til þjóðarinnar það er eina leiðin til að við náum sátt.

Sigurður Þórðarson, 4.1.2010 kl. 08:57

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Forsetinn mun undirrita - það eru ekki aðriri möguleikar í stöðunni.Varnarliðið (Indefence) er hreint útspil Framsóknar og Sjálfstæðismanna. Sigmundur er einn af upphafsmönnum hópsins eins og menn eiga að muna. Bægslagangurinn og lætin hafa aðeins þann tilgang að reyna að koma núverandi ríkisstjórn frá. Varnarliðið þjónar ekki þjóðinni þótt margir glepjist með.

Þetta er söguleg ríkisstjórn: í fyrsta skipti í lýðveldissögunni eru báðir þessir flokkar helmingaskiptanna utan við innsta valdahringinn. Það er algjörlega ómöguleg stað fyrir þessa aðila. Því reyna þeir öll brögð í bókinni til að kollsteypa stjórninni. Einnig reyna þeir með öllum tiltækum ráðum að trufla stjórnarstörfin með djöfulskap á þing eins og þjóðin hefur fangið að sjá.

Sigmundur er sérstakur - honum er kippt inn af götunni og gerður að formanni þegar flokkurinn er með allt niðurum sig. Hann er auðmannssonur og giftur inn í milljarðafjölskyldu. Hann hefur ekkert að bjóða íslenskri alþýðu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2010 kl. 09:01

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Palli, ég er bara að spá og spekúlera. Svo er þarna óskhyggja í bland.

Guðbjörg, við erum greinilega á sömu línu.

Guðmundur, eigum við ekki að bíða og sjá hvað forsetinn gerir?

Jón Steinar, það er athyglisvert að sjá svo marga taka málstað Íslendinga. Ég er sammála því að það er auðvitað verið að koma ábyrgð af hendum auðmanna og fyrirtækjum þeirra yfir á almenning. Er það ekki sama gamla sagan?

Sigurður, takk fyrir síðast sömuleiðis.

Hjálmtýr, ég hef kosið að líta framhjá því hvar í flokki sumir standa í þessu máli. Þetta er allt of stórt mál til þess að vera að rífast um það með þessum gömlu frösum.

Sigurður Hrellir, 4.1.2010 kl. 09:48

8 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Mjög góð færsla og vonandi að forseti okkar hugsi þetta á þessum nótum.  Það er líka rétt hjá þér að svona alvarlegt mál nær út fyrir flokkslínur.

Helgi Kr. Sigmundsson, 4.1.2010 kl. 10:17

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta skrifaði ég í apríl á bloggi mínu:

Þetta þing(stjórnlagaþing) kæmi saman og skrifaði nýja stjórnarskrá og sendi hana svo til þjóðarinnar. Stjórnarskráin færi svo inn á öll heimili, alla vinnustaði og hverja einustu skólastofu þar sem hún væri rannsökuð og rædd. Síðan er hún aftur tekin til umræðu á stjórnlagaþinginu, lagfærð og loks lögð fyrir þjóðina til samþykktar í þjóðatkvæðagreiðslu.

Eftir þetta eiga Íslendingar sína eigin stjórnarskrá sem tilgreinir réttindi og skyldur þjóðarinnar. Hvert einasta mannsbarn veit þá að þetta plagg endurspeglar afstöðu þjóðarinnar, það er frá henni komið og eftir henni skal starfað.Það verður dýrt fyrir þjóðina ef Sjálfstæðisflokknum tekst að eyðileggja þessa þróun til betra lýðræðis. Það mun kosta mikil átök og margra ára ófrið.“

Varðandi flokkslínur þá er það bara staðreynd að flokkanir leika hér stórt hlutverk og það eru flokksöfl að verki í málum eins og Icesave. Við getum ekki litið framhjá þótt við kysym að annað væri uppá teningnum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2010 kl. 10:27

10 identicon

Ef tafir í lýðræðisátt væri bara Sjálfstæðisflokki að kenna væri það vel og mikil óskastaða hatursboðskapsflytjenda á borð við Hjálmtýr Heiðdal. En svo er ekki.
Flestir af hatursboðskapsflytjendum hræra og ýra upp yfirborð máls sem er miklu flóknara en svo að einn stjórnmálaflokkur eða persóna séu hengd. Boðskapur hatursboðskapsflytjendanna bætir ekkert þótt þeir haldi að svo geri.
Stjórnmálaflokkar og viðskiptalífið eru nátengd sterkum vináttu og fjölskylduböndum. Það er kjörlendur þess óþverra sem hefur viðgengist sl. áratugina að hér er fámenn þjóð sem ekki er enn komin úr viðjum bændasamfélagsins. Þrælsóttinn og lund þrælsins er svo rík í Íslendingum að það þarf almenna viðhorfsbreytingu hjá oft illa upplýstum almenningi til að nauðsynlegar breytingar i lýðræðisátt geti átt sér stað svo þær séu vitræns eðlis.

En því miður ræður þrönga sjónarmiðið ríkum í báðum skotgröfunum og svo mun lengi verða á meðan almenningur hefur ekki dug í sér til að stöðva vitleysuna sem stendur öllu fyrir þrifum.

Veffari (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 10:46

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Veffari virðist ekki vera að lesa það sem ég skrifa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2010 kl. 11:39

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég held að maður þurfi ekki að hugsa sig um lengi til að komast að því að það hefur lítið sem ekkert breyst. Opin stjórnsýsla? Nei! Faglegar ráðningar? Nei! Lýðræðisumbætur? Í orði en ekki á borði.

Hér búum við við flokksræði og ríkisstjórn sem segist vilja breytingar en leggur fram frumvörp sem eru móðgun við hugsandi fólk. Þar á ég m.a. við frumvörp um svokallað "persónukjör", frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing og frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Reyndar er fátt sem bendir til þess að þessi aumkunarverðu frumvörp nái fram að ganga, svo mikil er mótstaðan hjá þeim sem með völdin fara.

Með þessu er ég auðvitað alls ekki að hrósa gömlu helmingaskiptaflokkunum sem báðir ættu að vera komnir undir græna torfu.

Sigurður Hrellir, 4.1.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband