"Happy hour" norðan Hvalfjarðarganga

Það er dáldið kyndugt að þingmenn SV-kjördæmis, Vilhjálmur Bjarnason og margir aðrir, hafi ekki sýnt minnsta áhuga á því mikla hagsmunamáli kjósenda kjördæmisins hvað atkvæðavægi þeirra er lítið. Það má segja að í nýafstöðnum kosninum hafi hver kjósandi norðan Hvalfjarðarganga fengið tvo kjörseðla á meðan hver kjósandi sunnan megin hafi fengið einungis einn þar sem atkvæðamisvægið var rétt tæplega tvöfalt. Ekki skal hér fullyrt hvort jafnt atkvæðavægi hefði snúið gæfu Vilhjálms og grettunni upp í bros en það kann vel að vera þar sem næsti þingmaður SV-kjördæmisins inn gæti hafa orðið Vilhjálmur.

Atkvæðamisvægi ætti reyndar að heyra sögunni til því að í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir 5 árum síðan var beinlínis spurt:

"Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?"


Um 2/3 hlutar þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi. Ég veit ekki til þess að Alþingi hafi tekið málið til umræðu síðan þá enda hluti af hinni nauðsynlegu og lýðræðislegu endurskoðun stjórnarskrárinnar sem reynt hefur verið að tefja með ýmsum ráðum. Andstæðingar breytinga halda því iðulega fram að slíkt þurfi að gera í mikilli sátt og samvinnu allra flokka. Sagan segir okkur hins vegar að stjórnarskrárbreytingar hafa oft valdið miklum deilum og illindum á Alþingi, ekki síst þegar breytingar voru gerðar á kjördæmaskipan og kosningakerfinu 1959.

Svo má einnig rifja það upp að ÖSE skilaði skýrslu með ýmsum athugasemdum við löggjöf og framkvæmd kosninga á Íslandi árið 2009. Þau bentu á að misvægi atkvæða væri hér allt of mikið en samkvæmt viðmiðunum þeirra telst meiri munur en 15% óásættanlegur:

"The Council of Europe’s Commission for Democracy through Law (Venice Commission) recommends for equal suffrage that “the permissible departure from the norm should not be more than 10 per cent, and should certainly not exceed 15 per cent except in special circumstances (protection of a concentrated minority, sparsely populated administrative entity).”

Tveir fyrir einn


mbl.is „Hlýt að hafa verið óæskilegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband