Lýðræðislegur ómöguleiki

Ríkisstjórn þriggja flokka með einungis 46,7% gildra atkvæða samtals getur vart kallast meirihlutastjórn. Aðrir flokkar á þingi hefðu 47,6%. Forsenda þess að slík stjórn hefði nauman meirihluta þingmanna að baki sér er ójafnt atkvæðavægi. Nýr stjórnmálaflokkur sem segir í grunnstefnu sinni: "Vægi atkvæða skal vera jafnt, óháð búsetu", hyggst nú taka þátt í að mynda þannig stjórn. Er það ekki lýðræðislegur ómöguleiki?

Oddvitar Viðreisnar


mbl.is Funda í fjármálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör

Kosningalögin gefa kjósendum færi á útstrikunum og/eða að breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem valinn er. Gallinn er sá að fáir nýta sér þessa möguleika, enda þurfa mjög margir að breyta listum sínum á svipaðan hátt til að það hafi eitthvað að segja. Einnig er hætta á því að kjörseðlar verði ógildir, t.d. ef strikað er yfir nafn á öðrum lista en þeim sem valinn er.

Kjósendur vilja samt greinilega hafa eitthvað meira um það að segja hvaða fólk það kýs, ekki bara flokka. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni haustið 2012 var beinlínis spurt að því hvort persónukjör í alþingiskosningum ætti að heimila í meira mæli en nú er. Um 78% þeirra sem afstöðu tóku studdu það en Alþingi hefur hingað til hunsað þann skýra þjóðarvilja.

Í júní 2014 skipaði forseti Alþingis vinnuhóp til endurskoðunar á kosningalögum. Hópurinn fékk það verkefni að skoða tiltekin mál en hvorki persónukjör né atkvæðavægi var þó að finna á verkefnalista nefndarinnar. Tekið var sérstaklega fram að í heildarendurskoðun kosningalaga yrði ekki ráðist fyrr en lagaatriðum er lúti að kosningum yrði breytt í stjórnarskrá. En þar stendur hnífurinn í kúnni og ákveðnir flokkar lýst sig andvíga breytingum. Því kusum við enn og aftur til Alþingis samkvæmt kerfi sem við sjálf kröfðumst breytinga á en fulltrúar okkar stöðva. Það er ekki í anda lýðræðis.


mbl.is Fólk hvatt til útstrikunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband